Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Bubbi Morthens ferðast á fyrsta farrými, með Guði
Mánudagur 23. október 2006 kl. 09:15

Bubbi Morthens ferðast á fyrsta farrými, með Guði

Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá beint í æð boðskap og tónlist Bubba Morthens á tónleikum sem hann hélt í Höllinni í Vestmannaeyjum á föstudagskvöld. Það er pólitísk innspýting að hlusta á Bubba, mæli með að allir sem fara prófkjör og pólitík hlusti á eina tónleika hjá honum.

Bubbi benti réttilega á að þingmenn eru í vinnu fyrir kjósendur. Kjósendur eru ekki til fyrir þingmenn. Þetta er hollt að hafa í huga. Bubbi brýndi fyrir tónleikagestum að nýta vald sitt sem hin almenni kjósandi fær á 4 ára fresti og velja fólk í vinnu fyrir sig. Fyrir utan það hversu góður tónlistarmaður Bubbi er þá er boðskapur hans um lífið og tilveruna uppbyggjandi og gefandi. Bubbi fer ekkert í grafgötur með fortíð sína eða fíkn. Það er enginn leyndardómur heldur blákaldur veruleiki sem hann leggur á borð fyrir hljómleikagesti. Það er heldur enginn leyndardómur hvernig hann og við öll getum öðlast betra líf. Hann hefur upplifað frelsun og á náið samband við Guð. er sáttur við sjálfan sig og lifir lífinu án þess nota áfengi eða fíkniefni.

Þetta er einföld uppskrift, hana geta allir fengið og nýtt sér. Það eina sem þarf er ásetningur og vilji. Gefum börnunum okkar þessa gjöf, þessa uppskrift. Okkur stendur öllum til boða að ferðast á fyrsta farrými með Guði eins og Bubbi lýsti fyrir tónleikagestum.


Guðrún Erlingsdóttir
Höfundur sækist eftir 3.-4. sæti á lista
Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
og er farþegi á fyrsta farrými með Guði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024