Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Bryndís með námskeið í íþróttahúsinu í Njarðvík
Mánudagur 3. september 2007 kl. 11:37

Bryndís með námskeið í íþróttahúsinu í Njarðvík

Bryndís, jógakennari og þolfimiþjálfari, ætlar að vera með námskeið í jóga, pílates og bodybalance í vetur en hvert námskeið stendur í 6 vikur.


Pílates æfingar byggjast á afar öguðum hreyfingum þar sem gæði og nákvæmni eru höfð í fyrirrúmi. Hver æfing er ekki endurtekin mjög oft heldur lögð áhersla á hún sé gerð rétt og í réttu samhengi.


Body-Balance er fallegur tími þar sem þjálfað er eftir rólegri tónlist sem skilar þátttakendum afslöppuðum og endurnærðum. Body-Balance er blanda af því besta úr yoga og tai-chi með nýjum æfingum eins og pilates og feldenkrais. Æfingarnar henta öllum, eru styrkjandi og losa um stífa vöðva og minnka streitu. Virk öndun, einbeiting og vandlega útfærðar teygjur, hreyfingar og stöður framkalla aukið jafnvægi líkama og sálar.


Í HathaJóga er fléttað saman æfingum sem styrkja og hita vel upp líkamann ásamt æfingum sem beina athyglinni inná við og efla meðvitund um líðandi stund. Í lok tímans er slökun. Unnið með jógastöður, hugleiðslu, öndun og slökun.
Það er vel tekið á í öllum tímum,  við notum engin tæki og tól, aðeins líkamann þannig að þessar æfingar getum við gert hvar og hvenær sem er.


 Í íþróttahúsinu í Njarðvík er góð búningsaðstaða auk þess sem iðkendum er velkomið að slappa af í heitu pottunum að æfingu lokinni.

 

Skráning er hafin í síma 8645654

Loftmynd/Oddgeir Karlsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024