Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Bryndís í  framboð til formanns SUF
Laugardagur 22. ágúst 2009 kl. 11:44

Bryndís í framboð til formanns SUF


Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til endurkjörs sem formaður Sambands ungra framsóknarmanna (SUF). Ég var kosin formaður SUF á 70 ára afmælisþingi sambandsins þann 8. júní 2008. Síðan þá hafa átt sér stað miklar breytingar, bæði innan Framsóknarflokksins sem og í íslensku samfélagi. Framsóknarflokkurinn hefur farið í gegnum mikla endurnýjun og er uppbyggingarstarf innan hans í fullum gangi. Það má með sanni segja að flokkurinn standi sterkari í dag en hann gerði fyrir ári síðan. SUF hefur gegnt og mun gegna lykilhlutverki í uppbyggingu flokksins. Þess vegna skiptir máli að í forsvari SUF sé forysta sem tilbúin er að takast á við þau erfiðu verkefni sem fyrir liggja og hræðist ekki breytingar. Ungt fólk er framtíð flokksins og því er nauðsynlegt að starf SUF haldi áfram að blómstra, enda treysta framsóknarmenn ungu fólki til ábyrgðastarfa.

 

Ég hef verið svo heppin að starfa með fjölbreyttum hópi góðs fólks innan SUF og flokksins í vetur. Því hefur mörgu verið komið í verk. Á næstunni þurfum við í sameiningu að ráðast í enn fleiri verkefni innan SUF, t.d. að styrkja enn frekar félög ungs framsóknarfólks um land allt og efla tengsl þeirra við SUF. Þá þarf að skoða uppbyggingu SUF og hlutverk sambandsins til framtíðar. Síðast en ekki síst verða sveitastjórnarkosningar haldnar næsta vor þar sem ungt fólk þarf að vera áberandi í forystusveit flokksins. Mikilvægt er að halda áfram með starf sem einkennist af jákvæðni, samvinnu og baráttu með uppbyggingu Framsóknar að leiðarljósi. Það þarf að virkja og hvetja ungt framsóknarfólk um land allt til þess að starfa enn meira með og fyrir flokkinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
 

Ef þú hefur einhverjar spurningar um mig eða mínar hugmyndir er þér velkomið að hafa samband við mig. Hægt er að ná í mig í síma 898-5373 eða með því að senda tölvupóst á [email protected].

 

Með von um þitt traust og stuðning á SUF-þinginu í Mosfellsbæ þann 12. – 13. september.

 
Bryndís Gunnlaugsdóttir
Formaður sambands ungra framsóknarmanna