Brottfall í Fjölbrautaskóla Suðurnesja: Ríkjandi metnaðarleysi hjá ýmsum kennurum FS
Af hverju finnst stjórnendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja skrítið að það sé mikið brottfall úr skólanum? Því er auðsvarað ef maður hefur verið nemandi þar. Málið er ekki grunnskólunum á Suðurnesjum að kenna, ég veit ekki betur en að nemendur í Heiðarskóla sé með þeim betri á landinu. Aðalvandamálið liggur hjá stjórnendum og kennurum FS. Þeir þurfa að skoða sín mál rækilega vel, því sem fyrrum nemandi FS og núverandi háskólanemi og launþegi þá skil ég ekki hvað ég var að gera í FS.
Kennarar meta nemendur sína eftir pólitískum skoðunum
Ég hef alla tíð unnið frekar mikið með framhaldsskóla til að framfleyta mér í gegnum skólagönguna og fékk ég oft að heyra það bæði í kennslutímum frá kennurum sem og í vinnutíma mínum þegar kennararnir voru að versla. Það er staðreynd að flestir nemendur, í kringum 40 – 50% vinna með skólanum, því þegar komið er í framhaldsskóla þarf maður að borgar allar bækur sem notaðar eru sem og skólagögn sem notuð eru. Það er ekkert ódýrt að vera í framhaldsskóla. En ekki ætla ég að málalengja þetta hér, það sem ég vill benda á er að kennarar í FS hafa mikið gert uppá milli nemenda, bæði vegna skoðanna þeirra á viðhorfi í þjóðfélagsmálum sem og pólitískri skoðun. Ég hef ekki legið á mínum skoðunum í stjórnmálum varðandi líðandi mál sem talað var um í kennslutímum, og fór það ekki vel í suma kennara, og sýndi það sig í einkunnagjöf á miðannar- og lokaprófum. Það er ekkert skrítið að nemendur gefist upp á námi í FS þegar kennarar meta nemendur sína eftir pólitískum skoðunum sem og það hvort þeir séu stelpur eða strákar. Ég gafst upp í FS á vorönn 2006 þegar ég sá þetta orðið borðliggjandi að ég gæti engan veginn klárað mín mál, ég var með vetrareinkunn uppá 8, en féll í lokaprófi, skrítið. Að sjálfsögðu var skýringin sú að ég ynni of mikið og yrði að hætta að vinna og einbeita mér meira af skólanum. Ég hef alltaf getað fengið hlé frá vinnu hjá mínum vinnuveitenda vegna náms og öll skipti fyrir lokapróf eða önnur skyndipróf var ég í fríi. Enda kemur kennurunum ekki við hvort nemendur í framhaldsskóla vinni með skóla eða ekki.
Stjórnendur FS fari rækilega ofan í kjölinn á sínum málum
Það þýðir ekkert fyrir stjórnendur og kennara FS að verða undrandi yfir því að það sé mikið brottfall úr skólanum því það er ríkjandi metnaðarleysi hjá ýmsum kennurum þar, það er staðreynd. Ég hvet stjórnendur FS til að fara rækilega ofan í kjölinn á sínum málum, það er ekki eðlilegt að þegar maður kemur í háskóla þá þurfi maður að byrja á því að læra heima uppá nýtt, læra að gera ritgerðir, glósur sem og fyrirlestra. Það er eitthvað alvarlegt að í sumum kennsluþáttum hjá FS. Ef skólinn á að ganga undir ,,móttóinu‘‘ virðing, samvinna og árangur þarf mikið að breytast til þess að FS geti orðið besti framhaldsskóli á landinu.
Hörður Hersir Harðarson,
Aðstoðarverslunarstjóri
og fyrrum nemandi Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Kennarar meta nemendur sína eftir pólitískum skoðunum
Ég hef alla tíð unnið frekar mikið með framhaldsskóla til að framfleyta mér í gegnum skólagönguna og fékk ég oft að heyra það bæði í kennslutímum frá kennurum sem og í vinnutíma mínum þegar kennararnir voru að versla. Það er staðreynd að flestir nemendur, í kringum 40 – 50% vinna með skólanum, því þegar komið er í framhaldsskóla þarf maður að borgar allar bækur sem notaðar eru sem og skólagögn sem notuð eru. Það er ekkert ódýrt að vera í framhaldsskóla. En ekki ætla ég að málalengja þetta hér, það sem ég vill benda á er að kennarar í FS hafa mikið gert uppá milli nemenda, bæði vegna skoðanna þeirra á viðhorfi í þjóðfélagsmálum sem og pólitískri skoðun. Ég hef ekki legið á mínum skoðunum í stjórnmálum varðandi líðandi mál sem talað var um í kennslutímum, og fór það ekki vel í suma kennara, og sýndi það sig í einkunnagjöf á miðannar- og lokaprófum. Það er ekkert skrítið að nemendur gefist upp á námi í FS þegar kennarar meta nemendur sína eftir pólitískum skoðunum sem og það hvort þeir séu stelpur eða strákar. Ég gafst upp í FS á vorönn 2006 þegar ég sá þetta orðið borðliggjandi að ég gæti engan veginn klárað mín mál, ég var með vetrareinkunn uppá 8, en féll í lokaprófi, skrítið. Að sjálfsögðu var skýringin sú að ég ynni of mikið og yrði að hætta að vinna og einbeita mér meira af skólanum. Ég hef alltaf getað fengið hlé frá vinnu hjá mínum vinnuveitenda vegna náms og öll skipti fyrir lokapróf eða önnur skyndipróf var ég í fríi. Enda kemur kennurunum ekki við hvort nemendur í framhaldsskóla vinni með skóla eða ekki.
Stjórnendur FS fari rækilega ofan í kjölinn á sínum málum
Það þýðir ekkert fyrir stjórnendur og kennara FS að verða undrandi yfir því að það sé mikið brottfall úr skólanum því það er ríkjandi metnaðarleysi hjá ýmsum kennurum þar, það er staðreynd. Ég hvet stjórnendur FS til að fara rækilega ofan í kjölinn á sínum málum, það er ekki eðlilegt að þegar maður kemur í háskóla þá þurfi maður að byrja á því að læra heima uppá nýtt, læra að gera ritgerðir, glósur sem og fyrirlestra. Það er eitthvað alvarlegt að í sumum kennsluþáttum hjá FS. Ef skólinn á að ganga undir ,,móttóinu‘‘ virðing, samvinna og árangur þarf mikið að breytast til þess að FS geti orðið besti framhaldsskóli á landinu.
Hörður Hersir Harðarson,
Aðstoðarverslunarstjóri
og fyrrum nemandi Fjölbrautaskóla Suðurnesja