Bréf til Kallsins frá starfsmanni Varnarliðsins
Sæll Kallinn
Margt gott hefur komið frá þér varðandi brotthvarf/ekki brotthvarf, Varnarliðsins, en ef ég má leggja orð í belg þá er það svona.
Ég er búin að starfa hjá Varnarliðinu vel á annan áratug og hef kynnt mér í gegnum tíðina ýmis mál er varða Varnarliðið. Meðal annars er eitt sem virðist algjörlega fara fram hjá fólki er að Ísland er hluti af NATO, samþykkt af Alþingi, ef USA Varnarliðið fer þá hljóta aðrir að taka við, annað þyrfti ákvörðun frá Alþingi og yfirstjórn NATO, ég hef séð þá niðurlægingu sem Íslenskir starfsmenn hafa þurft að bera vegna undanfarinna uppsagna þar efra, en staðreyndin er sú að allar ákvarðanir um starfsemi hjá Varnarliðinu er undir íslenskum stjórnvöldum komið í samstarfi við höfuðstöðvar NATO, og sáttmálann. Miðnesheiði er jú fyrst og fremst NATO stöð. Bölsýni á áframahaldandi veru Varnarliðsins er ekki alveg eins og raunin er, sér í lagi fyrir þig ágæti kall, raunin er sú að Varnarliðið fer ekki í bráð þótt hluti USA Varnarliðsins fari. Það verða miklar breytingar varðandi atvinnu, en atvinna verður áfram hjá NATO stöðinni. Gleymum ekki, að vera okkar í varnarsamstarfi NATO er undir því komið hvað við viljum sem þjóð, en vert er að hafa í huga, að maður tryggir ekki eftir á, eins og eitt Tryggingarfélagið breimaði hér forðum.
Kveðja
Starfsmaður hjá Varnarliðinu
Margt gott hefur komið frá þér varðandi brotthvarf/ekki brotthvarf, Varnarliðsins, en ef ég má leggja orð í belg þá er það svona.
Ég er búin að starfa hjá Varnarliðinu vel á annan áratug og hef kynnt mér í gegnum tíðina ýmis mál er varða Varnarliðið. Meðal annars er eitt sem virðist algjörlega fara fram hjá fólki er að Ísland er hluti af NATO, samþykkt af Alþingi, ef USA Varnarliðið fer þá hljóta aðrir að taka við, annað þyrfti ákvörðun frá Alþingi og yfirstjórn NATO, ég hef séð þá niðurlægingu sem Íslenskir starfsmenn hafa þurft að bera vegna undanfarinna uppsagna þar efra, en staðreyndin er sú að allar ákvarðanir um starfsemi hjá Varnarliðinu er undir íslenskum stjórnvöldum komið í samstarfi við höfuðstöðvar NATO, og sáttmálann. Miðnesheiði er jú fyrst og fremst NATO stöð. Bölsýni á áframahaldandi veru Varnarliðsins er ekki alveg eins og raunin er, sér í lagi fyrir þig ágæti kall, raunin er sú að Varnarliðið fer ekki í bráð þótt hluti USA Varnarliðsins fari. Það verða miklar breytingar varðandi atvinnu, en atvinna verður áfram hjá NATO stöðinni. Gleymum ekki, að vera okkar í varnarsamstarfi NATO er undir því komið hvað við viljum sem þjóð, en vert er að hafa í huga, að maður tryggir ekki eftir á, eins og eitt Tryggingarfélagið breimaði hér forðum.
Kveðja
Starfsmaður hjá Varnarliðinu