Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Bravó, Bravó
Mánudagur 2. febrúar 2004 kl. 09:35

Bravó, Bravó

Ég fór í leikhús á sunnudaginn ásamt fjölskyldu minni og sá leikritið “Með álfum og tröllum” sem krakkarnir hjá LK eru að sýna. Leikritið var mjög skemmtilegt á að horfa leikarar stóðu sig vel í öllum hlutverkum. Leikmunir, gervi og öll sviðsmynd var alveg frábær, það er greinilegt að krakkarnir hafa lagt sig mikið fram við uppsetningu þessa verks. Allir skemmtu sér frábærlega hvort sem um  barn eða fullorðin var að ræða. Ég vil  hvetja alla suðurnesjamenn að mæta á sýningu þessa því að ekkert er leiðinlegra en að sýna fyrir tómu húsi. Ég þakka fyrir mig og krakkar til hamingju með frábært verk og frammistöðu,  haldið áfram á góðri braut.

Karl Einar Óskarsson

VF-ljósmynd/JKK: Frá æfingu leikritsins Með álfum og tröllum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024