Bókvitið verður í askana látið
Á útskriftarathöfn Háskólans í Reykjavík nýlega talaði formaður háskólaráðs um að fá orðtæki íslensk hafi elst jafn illa og það sem segir að bókvit verði ekki í askana látið. Ég tel að flestir, stjórnmálamenn og aðrir, séu sammála formanninum í þessu efni enda blasir víða við hversu vel menntað fólk getur áorkað í atvinnulífinu og óþarfi er að fjölyrða um það hér. Íslenskir stjórnmálamenn, og nú síðast sveitarstjórnarmenn, hafa að mér virðist ekki enn áttað sig á mikilvægi grunnmenntunar barna okkar og berja í sífellu hausnum við steininn, nú síðast í að gera sjálfsagðar leiðréttingu á launum kennara. Ekki gefur það góðar vonir um árangur í þeim viðræðum sem framundan eru um nýjan kjarasamning grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga, en sem kunnugt er rennur sá samningur út um næstu áramót. Í lok síðustu rimmu skrifaði ég litla grein á VF.is og var þá örlítið svekktur út í deiluaðila - ekki síst kennara. Þeirri grein lauk með þeim orðum að nú hlytu allir að hafa áttað sig á að verkföll grunnskólakennara hlytu að heyra sögunni til – þetta hefði verið í síðasta skipti sem við þyrftum að horfa á slíkan harmleik. En það virðast því miður vera ákveðnar líkur á að sama staða geti komið upp og árið 2004 – það er því rík þörf á hugarfarsbreytingu meðal sveitarstjórnarmanna í þessu landi.
Ágæt vinkona mín hefur verið grunnskólakennari í um 10 ár og er í fullu starfi sem slíkur. Föst mánaðarlaun hennar nú eru um 218 þús. á mánuði eða um 150 þús. kr eftir skatt. Að mínu mati laun sem eru í engum takti við vinnu, ábyrgð og menntun. Við verðum einfaldlega að fara að meta störf kennara að verðleikum – það er einfaldlega til hagsbóta fyrir okkur öll og skilar sér hratt til baka.
Eftir að síðasta verkfalli lauk þá hef ég gert mér far um að kynna mér skólastarf og starf kennara, enda átt þar hægt um vik þar sem að dætur mínar eru nemendur í Holtaskóla í Reykjanesbæ. Ég hef séð með eigin augum hve gott starf er unnið í þeim ágæta skóla af stjórnendum og afar hæfum kennurum og ég má ekki til þess hugsa að þetta sérmenntaða fólk með þessa reynslu hverfi á önnur mið – til annarra starfa. Starf þessa fólks er svo sannarlega ekki metið að verðleikum, ekki af yfirmönnum þess og ég leyfi mér að fullyrða í fæstum tilvikum af foreldrum sem þó gera kröfur um að fá sem besta þjónustu fyrir sín börn.
Það er komið að því að við breytum þessu.
Sveitarfélögin þurfa að byrja á því sjálfsagða verki að leiðrétta laun kennara skv. ákvæðum í kjarasamningi - það þarf ekki að ræða frekar. Þegar því er lokið þurfa sveitarfélögin að semja um að ríkið klári nú í eitt skipti fyrir öll yfirfærslu grunnskólans með tilheyrandi fjárframlögum. Má þar til dæmis nefna réttláta skiptingu fjármagnstekjuskatts milli ríkis og sveitarfélaga sem að nú um stundir rennur óskiptur í ríkiskassann ef mér skjátlast ekki.
Ég heiti á sveitarstjórnarmenn í Reykjanesbæ að taka nú frumkvæðið í þessum málum. Við þurfum á hugarfarsbreytingu að halda hjá þeim sem fara með samningamál kennara – skipta varamönnunum inná – (hugsanlega í báðum liðum). En það þýðir ekkert að hefja seinni hálfleik fyrr en að sveitarfélögin hafa náð að tryggja það fjármagn sem þarf frá ríkisvaldinu og svo samstöðu um að gera þurfi grundvallarbreytingu á kjörum kennara.
Ráðamenn sveitarfélagsins hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir að liggja á liði sínu og hafa undafarið látið verkin tala í hinum ýmsu málum. Þeir hafa meðal annars áttað sig á gildi menntunar enda tók þá ekki nema örfáa mánuði að rífa upp eitt stykki íþróttaakademíu í plássinu. Ég hef því fulla trú á því að okkar ágætu bæjarstjórnarmenn, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, sem öðrum fremur hefur sýnt í verki að hann hefur trú á að menntun sé framtíðin, taki nú frumkvæðið, breyti um stefnu í þessum málaflokki og sjái til þess að kollegar þeirra breyti um hugsunarhátt.
Þorsteinn Magnússon
Háholti 16
Keflavík
Ágæt vinkona mín hefur verið grunnskólakennari í um 10 ár og er í fullu starfi sem slíkur. Föst mánaðarlaun hennar nú eru um 218 þús. á mánuði eða um 150 þús. kr eftir skatt. Að mínu mati laun sem eru í engum takti við vinnu, ábyrgð og menntun. Við verðum einfaldlega að fara að meta störf kennara að verðleikum – það er einfaldlega til hagsbóta fyrir okkur öll og skilar sér hratt til baka.
Eftir að síðasta verkfalli lauk þá hef ég gert mér far um að kynna mér skólastarf og starf kennara, enda átt þar hægt um vik þar sem að dætur mínar eru nemendur í Holtaskóla í Reykjanesbæ. Ég hef séð með eigin augum hve gott starf er unnið í þeim ágæta skóla af stjórnendum og afar hæfum kennurum og ég má ekki til þess hugsa að þetta sérmenntaða fólk með þessa reynslu hverfi á önnur mið – til annarra starfa. Starf þessa fólks er svo sannarlega ekki metið að verðleikum, ekki af yfirmönnum þess og ég leyfi mér að fullyrða í fæstum tilvikum af foreldrum sem þó gera kröfur um að fá sem besta þjónustu fyrir sín börn.
Það er komið að því að við breytum þessu.
Sveitarfélögin þurfa að byrja á því sjálfsagða verki að leiðrétta laun kennara skv. ákvæðum í kjarasamningi - það þarf ekki að ræða frekar. Þegar því er lokið þurfa sveitarfélögin að semja um að ríkið klári nú í eitt skipti fyrir öll yfirfærslu grunnskólans með tilheyrandi fjárframlögum. Má þar til dæmis nefna réttláta skiptingu fjármagnstekjuskatts milli ríkis og sveitarfélaga sem að nú um stundir rennur óskiptur í ríkiskassann ef mér skjátlast ekki.
Ég heiti á sveitarstjórnarmenn í Reykjanesbæ að taka nú frumkvæðið í þessum málum. Við þurfum á hugarfarsbreytingu að halda hjá þeim sem fara með samningamál kennara – skipta varamönnunum inná – (hugsanlega í báðum liðum). En það þýðir ekkert að hefja seinni hálfleik fyrr en að sveitarfélögin hafa náð að tryggja það fjármagn sem þarf frá ríkisvaldinu og svo samstöðu um að gera þurfi grundvallarbreytingu á kjörum kennara.
Ráðamenn sveitarfélagsins hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir að liggja á liði sínu og hafa undafarið látið verkin tala í hinum ýmsu málum. Þeir hafa meðal annars áttað sig á gildi menntunar enda tók þá ekki nema örfáa mánuði að rífa upp eitt stykki íþróttaakademíu í plássinu. Ég hef því fulla trú á því að okkar ágætu bæjarstjórnarmenn, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, sem öðrum fremur hefur sýnt í verki að hann hefur trú á að menntun sé framtíðin, taki nú frumkvæðið, breyti um stefnu í þessum málaflokki og sjái til þess að kollegar þeirra breyti um hugsunarhátt.
Þorsteinn Magnússon
Háholti 16
Keflavík