Bókaútgafa í Garðinum
Ný bókaútgáfa Kabbalah á Íslandi hefur litið dagsins ljós í Garðinum og gefið út sína fyrstu bók af mörgum.
Bókin heitir Máttur Kabbala-Tæknifræði handa sálinni og er nú þegar komin í sölu í bókabúð Eymundsson í Reykjanesbæ og eins fæst hún á heimasíðunni www.kabbalah.is. Kápa og umbrot var unnið af Grágás ehf. enn prentun var í höndum prentsmiðjunar Odda.
Bókin heitir Máttur Kabbala - Tæknifræði handa sálinni. Bókin opnar fyrir lesendum ævafornt kerfi til að öðlast ósvikin umskipti-tilfinningaleg, andleg, fjárhagsleg og hugmyndaleg á öllum sviðum lífs þíns.