Boðið upp á soðningu
Frjálslyndi flokkurinn ætlar að bjóða Suðurnesjabúum upp á ókeypis fisk í soðið. Það gerist föstudaginn 4. apríl klukkan 1700 að Hafnargötu 18 í Reykjanesbæ. "Þá ætlum við að opna formlega kosningaskrifstofu okkar á þessum stað. Þar með hefst hin formlega kosningabarátta okkar á Suðurnesjum, þó við höfum fram að þessu haldið marga stjórnmálafundi á svæðinu frá áramótum.Fiskinn fáum við frá bátum sem róa frá ýmsum höfnum á Suðurnesjum og vonandi kennir þar ýmissa grasa. Við ætlum að bjóða upp á ferska ýsu, steinbít og rauðmaga. Magnið fer eftir fiskiríi í dag og á morgun. Flakarar verða á staðnum til að flaka fyrir fólk. Einnig bjóðum við upp á fiskisúpu, léttar veitingar og harmónikkuleik. Allt er ókeypis á meðan birgðir endast" segir Magnús Þór Hafsteinsson fyrsti maður á lista Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.
Á opnunina mæta helstu forkólfar og frambjóðendur Frjálslynda flokksins, sem hefur búið við meðbyr í kosningabaráttunni undanfarið. "Þetta er skemmtileg kosningabarátta og okkur hlakkar til þeirra vikna sem framundan eru í baráttunni", segir Magnús.
Á opnunina mæta helstu forkólfar og frambjóðendur Frjálslynda flokksins, sem hefur búið við meðbyr í kosningabaráttunni undanfarið. "Þetta er skemmtileg kosningabarátta og okkur hlakkar til þeirra vikna sem framundan eru í baráttunni", segir Magnús.