Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 19. september 2001 kl. 09:39

Blómlegt starf framundan hjá Samfylkingunni

„Samfylkingin er lýðræðislegur flokkur sem leggur áherslu á að félagsmenn séu virkir í ákvarðanatöku“, sagði Sveindís Valdimarsdóttir stjórnarmaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. „Þar sem sveitastjórnarkosningar eru næsta vor er tímabært að huga að undibúiningi þeirra. Á síðustu vikum hafa Samfylkingingarfélagar hér í bæ fengið senda skoðanakönnun þar sem þeim er gefinn kostur á að hafa áhrif á hvaða aðferð verði notuð til að velja fulltrúa á lista fyrir komandi sveitarstjórnakosningar. Síðasti skiladagur könnunarinnar er 24. september. Í byrjun október verður síðan haldinn félagsfundur þar sem niðurstöður könnunarinnar munu kynntar og á þeim fundi verður kosin nefnd til að taka endanlega ákvörðun um hvaða fyrirkomulag verður fyrir valinu“, segir Sveindís þegar hún er spurð um komandi starfsár flokksins.
Bæjarstjórnarfundir eru haldnir fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar og heldur Samfylkingin bæjarmálafundi mánudaga fyrir þá fundi kl. 20.00 í Ásbergi. Þeir fundir eru öllum opnir og þeir sem áhuga hafa á bæjarmálum eru hvattir til að mæta og taka þátt í bæjarmálaumræðunni.
„Samfylkingin stendur fyrir sveitarstjórnarráðstefnu þann 22. september að Nesjavöllum. Þar gefst sveitarstjórnarmönnum og áhugamönnum um sveitarstjórnarmál kostur á því að bera saman bækur sínar. Samfylkingin í Reykjanesbæ hvetur fólk til þátttöku“, segir Sveindís að endingu.

Á aðalfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í apríl s.l. var kjörin ný stjórn. Í stjórninni sitja Sveindís Valdimarsdóttir, Brynjar Harðarson, Vilhjálmur Skarphéðinsson, Eysteinn Eyjólfsson og Sigurður H. Ólafsson. Varamenn eru Björn Herbert Guðbjörnsson og Ragnheiður Ragnarsdóttir. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eru fjórir; Jóhann Geirdal, Kristmundur Ásmundsson, Kristján Gunnarsson og Ólafur Thordersen.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024