Blómamarkaður við Ytri Njarðvíkurkirkju
Dagana 2. - 4. júní er Systrafélag Ytri-Njarðvíkurkirkju með sinn árlega blómamarkað. Þetta er 29. árið sem blómamarkaðurinn er haldinn og er hann orðinn fastur liður í hugum margra bæjarbúa. Mörgum finnst sumarið fyrst komið þegar Systrafélagskonur hefja sölu sína. Þetta er aðal fjáröflunarleið félagsins og vonumst við eftir að sem flestir komi og geri góð kaup. Eins og undanfarin ár verður m.a. boðið upp á sumarblóm, rósir og runna. Að þessu sinni ætlum við að byrja markaðinn á miðvikudegi. Hann verður við kirkjuna eins og áður og er opnunartíminn að þessu sinni:
Miðvikudagur og fimmtudagur klukkan 16-20.
Föstudagur klukkan 13-17.
Alltaf heitt kaffi á könnunni.
Með fyrirfram þökk fyrir góðan stuðning,
Systrafélag Ytri-Njarðvíkurkirkju