Blikur á lofti
Um fátt hefur verið meira rætt um í þjófélaginu heldur en uppákomuna í orkumálum Reykjavíkurborgar og deilurnar innan meirihlutans. Auðvitað er tekist á um það hvort opinbert fyrirtæki í eigu sveitarfélags eigi að taka þátt í áhætturekstri á erlendri grundu eða eigi eingöngu að sinna hluverki gagnvart þjónustu við íbúa sína.
Það kom greinilega fram hjá Illuga Gunnarssyni, alþingismanni Sjálfstæðisflokksins að hann telur það alrangt að sveitarfélög séu að blanda sér í þátttöku á almenna markaðnum, slíkt samkrull fari ekki saman. það eru allt önnur lögmál sem gilda í opinberum rekstri heldur en á almenna markaðanum. Hraðinn og pukrið í kringum þetta vakti óneitanlega upp ýmsar spurningar.
Sveitarfélög geta ekkil leyft sér að taka þátt í áhætturekstri eða braski með hlutabréf. Dæmin sanna að sveitarfélag á landsbyggðinni sem reyndi slíkt fór ekki vel útúr þeim viðskiptum.
Ég hef alltaf dáðst að þeirri framsýni sem framámenn sveitarstjórnarmála á Suðurnesjum sýndu á sínum tíma með stofnun Hitaveitu Suðurnesja. Þetta fyrirtæki stóð vörð um lágt orkuverð til neytenda sinna jafnframt því að fyrirtækið náði að eflast og strkjast og verða að miklum veðmætum.
Ég held að sveitarstjórnarmenn nú hafi ekki séð hættuna með sölu bréfanna til einkaaðila, hlutur rtíkisins fer að mestu til einkaaðila og nú getur stefnt í það að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur lendi líka hjá einkaaðilum. Það gæti orðið ansi varasamt ef einkaaðilar ná meirihluta í Hitaveitu Suðurnesja. Hvernig verður þá hægt að tryggja áfram lágt orkuverð? Krafa hluthafanna verður að skila sem mestum arði og það markmið næst best með því að hækka orkuna. Einhvern veginn læðist að manni sá grunur að þetta sé úthugsuð flétta hjá harðsvírugum bisnessmönnum til að ná einnig undir sig orkunni því flest annað í þjóðfélaginu eiga þeir nú þegar.
Stjórnvöld hljóta að þurfa að taka þessi mál til alvarlegrar athugunar á næstunni. Alþingi hefði átt að vera búið að marka leikreglurnar því það verður erfitt að snúa hjólinu til baka. Er það rétt að auðmenn landsins geti eignast orkufyrirtækin og ráðið verðlagningu á hita og rafmagni til okkar venjulegra notanda. Ég held að flestir hræðist það.
Það er allt annað mál hvort einkaaðilar standa í útrásinni og kaupa þekkingu af orkufyrirtækjum í eigu sveitarfélaga eða ríkis. Á því er verulegur og grundvallarmunur. Það hlýtur að þurfa að setja lög sem marka um þetta skýran ramma.
Sigurður Jónsson
Það kom greinilega fram hjá Illuga Gunnarssyni, alþingismanni Sjálfstæðisflokksins að hann telur það alrangt að sveitarfélög séu að blanda sér í þátttöku á almenna markaðnum, slíkt samkrull fari ekki saman. það eru allt önnur lögmál sem gilda í opinberum rekstri heldur en á almenna markaðanum. Hraðinn og pukrið í kringum þetta vakti óneitanlega upp ýmsar spurningar.
Sveitarfélög geta ekkil leyft sér að taka þátt í áhætturekstri eða braski með hlutabréf. Dæmin sanna að sveitarfélag á landsbyggðinni sem reyndi slíkt fór ekki vel útúr þeim viðskiptum.
Ég hef alltaf dáðst að þeirri framsýni sem framámenn sveitarstjórnarmála á Suðurnesjum sýndu á sínum tíma með stofnun Hitaveitu Suðurnesja. Þetta fyrirtæki stóð vörð um lágt orkuverð til neytenda sinna jafnframt því að fyrirtækið náði að eflast og strkjast og verða að miklum veðmætum.
Ég held að sveitarstjórnarmenn nú hafi ekki séð hættuna með sölu bréfanna til einkaaðila, hlutur rtíkisins fer að mestu til einkaaðila og nú getur stefnt í það að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur lendi líka hjá einkaaðilum. Það gæti orðið ansi varasamt ef einkaaðilar ná meirihluta í Hitaveitu Suðurnesja. Hvernig verður þá hægt að tryggja áfram lágt orkuverð? Krafa hluthafanna verður að skila sem mestum arði og það markmið næst best með því að hækka orkuna. Einhvern veginn læðist að manni sá grunur að þetta sé úthugsuð flétta hjá harðsvírugum bisnessmönnum til að ná einnig undir sig orkunni því flest annað í þjóðfélaginu eiga þeir nú þegar.
Stjórnvöld hljóta að þurfa að taka þessi mál til alvarlegrar athugunar á næstunni. Alþingi hefði átt að vera búið að marka leikreglurnar því það verður erfitt að snúa hjólinu til baka. Er það rétt að auðmenn landsins geti eignast orkufyrirtækin og ráðið verðlagningu á hita og rafmagni til okkar venjulegra notanda. Ég held að flestir hræðist það.
Það er allt annað mál hvort einkaaðilar standa í útrásinni og kaupa þekkingu af orkufyrirtækjum í eigu sveitarfélaga eða ríkis. Á því er verulegur og grundvallarmunur. Það hlýtur að þurfa að setja lög sem marka um þetta skýran ramma.
Sigurður Jónsson