Björk sækist eftir 3. – 4. sæti
Björk Guðjónsdóttir forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti í væntanlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Björk Guðjónsdóttir hefur átt sæti í bæjarstjórn frá árinu 1990, fyrst í bæjarstjórn Keflavíkur og síðan í bæjarstjórn Reykjanesbæjar við sameiningu sveitarfélaga. Björk hefur setið í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sl. fjögur ár.
Björk var kjörin í Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á síðasta landsfundi flokksins og einnig var hún varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna um árabil.
Björk Guðjónsdóttir hefur átt sæti í bæjarstjórn frá árinu 1990, fyrst í bæjarstjórn Keflavíkur og síðan í bæjarstjórn Reykjanesbæjar við sameiningu sveitarfélaga. Björk hefur setið í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sl. fjögur ár.
Björk var kjörin í Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á síðasta landsfundi flokksins og einnig var hún varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna um árabil.