Björgvini Árnasyni svarað
Björgvin Árnasson skrifar mjög læsilega og athyglisverða grein um hvernig hann telur að nú sé fullkomnunni náð í málefnum Hitaveitu Suðurnesja. Og dregur fram hve mikil verðmæti það eru sem felast í hreinni og öflugri orku hér á landi. Hann fjallar um lögin sem sett voru frá Alþingi, sem hann segir hafa aukið verðmæti þessarar orku. Einhvern veginn hef ég þó á tilfinningunni að lögin hafi nú lítið með verðmæti orkunnar að gera, þar sé það meira eftirspurnin sem ráði för. Og sú eftirspurn á bara eftir að aukast og verðmætið líka í nánustu framtíð. En samt selur bærinn sinn dýrmætasta hluta án þess að leita hæstu tilboða, eða endurskoða verðmat hlutarins í ljósi þessa.
Það er rétt hjá Björgvin að ekkert er sjálfgefið í viðskiptum í dag. Og fulltrúar A-listans ásamt mörgum fleirum hafa undanfarin tvö ár verið að reyna að benda meirihluta jálfstæðismanna einmitt á það. Þeir hafa þrátt fyrir heyrnardeyfð bæjarstjórans í málinu bent á að varlega bæri til að mynda í framkvæmdum og lántökum bæjarins. Bent á að gengi krónu kynni að breytast og fara skyldi því með gát. Það hefur nú gerst og staða bæjarsjóðs því harla slæm, og jafnvel vonlaus hefði ekkert verið að gert. Það viðurkenna allir. En það er ekki sama hvernig hlutirnir eru gerðir, og sérstaklega þegar verið er að sýsla með skattfé almennings, eins og Björgvin bendir réttilega á.
Það vekur einnnig athygli á í grein sinni hve nauðsynlegt það er að losa bæjarsjóð sem felst í áhættu sem þessari að hann telur af þessu vera, en sleppir því þó að nefna einhverra hluta vegna að tryggingar þær sem meirhlutinn telur svo góðar í viðskiptum sínum við GGE byggjast á sömu áhættu. Það er þróun álverðs. Það er vandasamt að lifa í flóknum heimi.
Áhættarekstur virðist vera orðið að einhverju tískuorði þegar kemur að röksemdarfærslu í viðskiptum þeirra sjálfstæðismanna með eigur bæjarins. Þannig veltir maður því fyrir sér hvort sá gerningur meirihluta sjálftæðismanna og fulltrúa GGE í stjórn HS Orku að kaupa túrbínur á erlendum lánum, þvert gegn að því er sagt ráðleggingum Júlíusar Jónassonar í upphafi kreppu hafi verið áhættufjárfesting eða heilbrigð skynsemi. Að maður tali nú ekki um hvort það hafi svo haft góð áhrif á afkomutölur síðasta árs. Hve stór hluti er tap á rekstri HS Orku síðastliðins árs tilkominn vegna þeirrar ákvörðunar.
Hvað varðar síðasta lið greinar Björgvins og þeirrar ómældu bjartsýni hans á þann arð sem HS Veitu er ætlað að skila bæjarbúum vil ég að endingu vitna í álit þeirra félaga Árna Sigfússonar og Ásgeirs Margerissonar sem þeir sendu inn til iðnaðrnefndar alþingis þegar þau lög sem nú eru í gildi voru í smíðum. Þeir segja “Forsenda þessa er þó að sérleyfisreksturinn verður að skila eigendum sínum arði. Tekjur af raforkudreifingu eru alfarið ákveðnar með tekjuramma sem settur er af Orkustofnun og samkvæmt lögum sem skylda dreifiveitunar til raunverulegs tapreksturs af þeirri starfsemi sinni. Að óbreyttu er því um taprekstur að ræða”
Og því miður fyrir Björgvin hefur ekkert það gerst í hvorki meðförum Alþingis né heldur Orkustofnunar sem breytir þessu . Sá samningur sem nú hefur verið samþykktur af meirihluta bæjarsjórnar er skv áliti bæði bæajarstjórans og forstjóra GGE því bein ávísun á rekstrartap þess fyrirtækis. Hvar er skynsemin í því?
Hannes Friðriksson
smali.blog .is