Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

  • Björgin bjargar mannslífum
    Björgin, geðræktarmiðstöð Suðurnesja.
  • Björgin bjargar mannslífum
Sunnudagur 7. febrúar 2016 kl. 00:00

Björgin bjargar mannslífum

- Aðsend grein frá Rannveigu Björk Helgudóttur

Ég ákvað ekki að vakna svona einn daginn. Þræðir örlaganna höfðu spunnið sinn vef. Ég var búinn að glata minni andlegu heilsu. Árið 2005 reyndi ég sjálfsvíg og náði botninum. Ég var greind með fæðingarþunglyndi. Hins vegar átti ég góðan mann sem hefur staðið með mér æ síðan.
 
Fljótlega eftir að endurhæfingu á Hvítabandinu lauk var mér bent á Björgina. Þar var ég svo heppin að fá hjálp og hitti Pétur Hauksson geðlækni sem hefur verið stoð mín og stytta síðan 2005. Hann greindi mig fljótlega með geðhvörf en þrátt fyrir þennan sjúkdóm hef ég margoft reynt að stunda vinnu og nám í Háskóla Íslands. Alltaf hefur sjúkdómurinn haft betur en með því að stunda Björgina, hitta Pétur vikulega og hugsa um heilsuna hefur mér tekist að vera utan geðdeildar.
 
Í dag er ég öryrki og er heimavinnandi með fatlaðan son. Ég hef mjög gaman að því að skapa og í Björginni hef ég fengið aðstoð bæði í sköpun og viðtöl við félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Ég myndi ekki treysta mér til að keyra Reykjanesbrautina til að leita mér hjálpar í Reykjavík þar sem ég er líka mjög kvíðin.
 
Höfum það hugfast að það er engin heilsa án geðheilsu og fólk veit aldrei hvenær það getur misst geðheilsuna. Lokum ekki Björginni því Björgin bjargar mannslífum á hverjum degi.
 
Rannveig Björk Helgudóttir
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024