Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja óskar eftir sérfræðingi til starfa
Björgin er endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðheilsuvanda og hefur hún verið starfræk í fjögur ár. Tilgangur og markmið starfseminnar er m.a. að skapa vettvang fyrir fólk með geðrænan vanda, óvinnufært og/eða félagslega einangrað. Jafnframt að styðja það til aukinnar virkni í athöfnum daglegs lífs, efla frumkvæði þess og þátttöku í samfélaginu og styðja einstaklinginn til sjálfshjálpar. Frekari upplýsingar á www.bjorgin.is.
STARFSSVIÐ:
Þátttaka í faglegri ábyrgð á innra starfi og frekari þróun starfseminnar.
Meðferð og endurhæfing einstaklinga og hópa.
Þátttaka í stefnumótun og uppbyggingu á heildstæðri geðheilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum.
Greining og skráning geðheilbrigðismála á Suðurnesjum sem og mat á árangri.
Viðkomandi mun einnig vinna í umboði Geðteymis Suðurnesja.
MENNTUNAR OG HÆFNISKRÖFUR:
Háskólapróf í til dæmis; sálfræði, félagsráðgjöf, iðjuþjálfun, hjúkrun eða sambærilegu námi sem nýtist í starfi.
Þekking og reynsla af geðheilbrigðismálum.
Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi.
Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til þverfaglegs samstarfs.
Nánari upplýsingar gefur Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður í Björginni í síma 698 5258, netfang: [email protected].
Umsóknir skulu berast til forstöðumanns Bjargarinnar, Suðurgötu 15, 230 Reykjanesbæ eða sendist á: [email protected]. Umsóknarfrestur er til 19.ágúst.
(AUGLÝSING)