Bjart framundan
Ég óska Suðurnesjamönnum öllum árs og friðar á nýju ári með kæru þakklæti fyrir samstarfið á nýliðnu ári. Þegar litið er til baka þá hefur síðasta ár verið okkur Suðurnesjamönnum hagstætt. Við fórum að sjálfsögðu ekki varhluta af þeim afturkipp sem varð vegna hryðjuverkanna 11.september s.l. Að öðru leyti hefur atvinnuástand verið gott og mannlíf blómlegt. Ekki er ástæða til að ætla að nýbyrjað ár verði síðra enda öll teikn á lofti um að bjart sé framundan. Það sést á góðri afkomu sjávarútvegsfyrirtækjanna, lækkandi verðbólgu og friði á vinnumarkaðinum.
Fjárlögin
Við fjárlagagerðina höfum við í fjárlaganefnd Alþingis beitt okkur fyrir því að styrkja menningartengda ferðaþjónust vítt um landið. Inni í þeim pakka hafa verið ýmis framfaramál hér á Suðurnesjum. Þar ber að nefna Duushúsin í Keflavík en til þess verkefnis var veitt í fyrra og í ár 19 milljónum króna. Til Fræðasetursins í Sandgerði var veitt 7 milljónum króna á sama tímabili og til Sædýrasafnsins í Höfnum 6 milljónum króna. Tvö verkefni eru á byrjunarstigi þ.e.
saltfisksetur í Grindavík og nýtt sjóminjasafn í Garðinum en til þessara verkefna var veitt 6 milljónum króna samtals. Hér er aðeins um viðurkenningarstyrki að ræða sem geta verið misháir frá ári til árs en hugmyndin er sú að styrkja slík verkefni þar til þeim lýkur.
Af öðrum málum þá ber að uppýsa að enginn niðurskurður varð á fjárveitingum til Sýslumannsembættisins í Keflavík eins og ýmsir höfðu áhyggjur af á aðalfundi SSS í haust. Fjárveitingar til málefna fatlaðra í Reykjanesi og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja voru auknar að raungildi.
Fast þeir sæki sjóinn
Miklar deilur risu á síðasta vori vegna þeirrar ákvörðunar að kvótasetja krókabáta á svonefndum aukategundum þ.e. ýsu, steinbít og ufsa. Fyrst það var talið nauðsynlegt að kvótasetja þessar tegundir ákváðum við hér á Suðurnesjum að vinna að tillögum með sjávarútvegsráðherra um hvernig útfæra ætti þessa kvótasetningu. Það er ekki auðvelt af skiljanlegum ástæðum að sætta fiskimenn sem veitt hafa frjálst við takmarkanir eins og felast í kvótasetningu. Það er þó betra að mínu áliti að hafa einhver áhrif á þá niðurstöðu sem verður heldur en að berjast gegn breytingum sem fyrirsjáanlega ganga yfir með okkar þátttöku eður ei. Margir krókakarlar á Suðurnesjum völdu að hafa áhrif á niðurstöðuna og tel ég að aðkoma þeirra að málinu hafi orðið til þess að árangurinn varð ásættanlegri fyrir greinina en annars hefði orðið. Niðurstaðan er sú að á yfirstandandi fiskveiðiári hafa krókakarlar á Suðurnesjum varanlegar aflaheimildir fyrir yfir 80% af þeim afla sem þeir lönduðu á fiskveiðiárinu 2000/2001 sem var metár. Þessar tölur tala sínu máli og sá mikli samdráttur sem sumir töldu fyrirsjáanlegan hjá krókabátum á Suðurnesjum verður sem betur fer ekki nærri eins alvarlegur og margir héldu.
Meiri sátt um stjórn fiskveiða
Fyrir jólin voru nokkrar aðrar breytingar gerðar á lögunum um stjórn fiskveiða sem varða fiskiskipaflotann í heild. Þar ber helst að nefna að 5% af afla í veiðiferð getur talist utan kvóta. Þessi nýjung ætti að draga verulega úr brottkasti og auka framboð á fiskmörkuðum.
Af hálfu Alþingis og ríkisstjórnar hefur lengi verið leitast við að finna sátt um fiskveiðistefnuna en án árangurs. Ég vona að þær tillögur sem nú hafa verið samþykktar leiði til einhverra sátta. Endanleg sátt verður þó seint í spilunum meðan pólitísk tækifærismennska stjórnar umræðunni. Það er augljóst að rótgrónar útgerðarfjölskyldur halda ekki áfram rekstri í þessari grein ef óvissan um kvótakerfið heldur áfram og illt umtal um þetta fólk. Það mun leiða til enn meiri samþjöppunar í sjávarútveginum og meiri byggðaröskunar. Þetta ættu þeir að hafa í huga sem virðast lifa pólitískt á því að skapa óvissu í þessari atvinnugrein.
Í byrjun sumars verða hér sveitarstjórnakosningar og að þeim loknum hefst undirbúningur kosninga til Alþingis ári seinna. Að telja upp langan lista góðra verka sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið til framkæmda á kjörtímabilinu er óþarfi á þessu stigi. Ekki þarf annað en að bera kjör okkar saman við kjör annara þjóða en í þeim samanburði stöndum við á flestum sviðum í fremstu röð. Það staðfesta alþjóðlegar kannanir og við sjáum það sjálf í ferðum okkar um heiminn. Þetta vona ég að þið lesendur góðir hugleiðið á nýbyrjuðu kosningaári.
Kristján Pálsson alþingismaður.
Fjárlögin
Við fjárlagagerðina höfum við í fjárlaganefnd Alþingis beitt okkur fyrir því að styrkja menningartengda ferðaþjónust vítt um landið. Inni í þeim pakka hafa verið ýmis framfaramál hér á Suðurnesjum. Þar ber að nefna Duushúsin í Keflavík en til þess verkefnis var veitt í fyrra og í ár 19 milljónum króna. Til Fræðasetursins í Sandgerði var veitt 7 milljónum króna á sama tímabili og til Sædýrasafnsins í Höfnum 6 milljónum króna. Tvö verkefni eru á byrjunarstigi þ.e.
saltfisksetur í Grindavík og nýtt sjóminjasafn í Garðinum en til þessara verkefna var veitt 6 milljónum króna samtals. Hér er aðeins um viðurkenningarstyrki að ræða sem geta verið misháir frá ári til árs en hugmyndin er sú að styrkja slík verkefni þar til þeim lýkur.
Af öðrum málum þá ber að uppýsa að enginn niðurskurður varð á fjárveitingum til Sýslumannsembættisins í Keflavík eins og ýmsir höfðu áhyggjur af á aðalfundi SSS í haust. Fjárveitingar til málefna fatlaðra í Reykjanesi og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja voru auknar að raungildi.
Fast þeir sæki sjóinn
Miklar deilur risu á síðasta vori vegna þeirrar ákvörðunar að kvótasetja krókabáta á svonefndum aukategundum þ.e. ýsu, steinbít og ufsa. Fyrst það var talið nauðsynlegt að kvótasetja þessar tegundir ákváðum við hér á Suðurnesjum að vinna að tillögum með sjávarútvegsráðherra um hvernig útfæra ætti þessa kvótasetningu. Það er ekki auðvelt af skiljanlegum ástæðum að sætta fiskimenn sem veitt hafa frjálst við takmarkanir eins og felast í kvótasetningu. Það er þó betra að mínu áliti að hafa einhver áhrif á þá niðurstöðu sem verður heldur en að berjast gegn breytingum sem fyrirsjáanlega ganga yfir með okkar þátttöku eður ei. Margir krókakarlar á Suðurnesjum völdu að hafa áhrif á niðurstöðuna og tel ég að aðkoma þeirra að málinu hafi orðið til þess að árangurinn varð ásættanlegri fyrir greinina en annars hefði orðið. Niðurstaðan er sú að á yfirstandandi fiskveiðiári hafa krókakarlar á Suðurnesjum varanlegar aflaheimildir fyrir yfir 80% af þeim afla sem þeir lönduðu á fiskveiðiárinu 2000/2001 sem var metár. Þessar tölur tala sínu máli og sá mikli samdráttur sem sumir töldu fyrirsjáanlegan hjá krókabátum á Suðurnesjum verður sem betur fer ekki nærri eins alvarlegur og margir héldu.
Meiri sátt um stjórn fiskveiða
Fyrir jólin voru nokkrar aðrar breytingar gerðar á lögunum um stjórn fiskveiða sem varða fiskiskipaflotann í heild. Þar ber helst að nefna að 5% af afla í veiðiferð getur talist utan kvóta. Þessi nýjung ætti að draga verulega úr brottkasti og auka framboð á fiskmörkuðum.
Af hálfu Alþingis og ríkisstjórnar hefur lengi verið leitast við að finna sátt um fiskveiðistefnuna en án árangurs. Ég vona að þær tillögur sem nú hafa verið samþykktar leiði til einhverra sátta. Endanleg sátt verður þó seint í spilunum meðan pólitísk tækifærismennska stjórnar umræðunni. Það er augljóst að rótgrónar útgerðarfjölskyldur halda ekki áfram rekstri í þessari grein ef óvissan um kvótakerfið heldur áfram og illt umtal um þetta fólk. Það mun leiða til enn meiri samþjöppunar í sjávarútveginum og meiri byggðaröskunar. Þetta ættu þeir að hafa í huga sem virðast lifa pólitískt á því að skapa óvissu í þessari atvinnugrein.
Í byrjun sumars verða hér sveitarstjórnakosningar og að þeim loknum hefst undirbúningur kosninga til Alþingis ári seinna. Að telja upp langan lista góðra verka sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið til framkæmda á kjörtímabilinu er óþarfi á þessu stigi. Ekki þarf annað en að bera kjör okkar saman við kjör annara þjóða en í þeim samanburði stöndum við á flestum sviðum í fremstu röð. Það staðfesta alþjóðlegar kannanir og við sjáum það sjálf í ferðum okkar um heiminn. Þetta vona ég að þið lesendur góðir hugleiðið á nýbyrjuðu kosningaári.
Kristján Pálsson alþingismaður.