Bjarni Ben og Ragnheiður á fundi í Reykjanesbæ
Stöndum saman! Fundur í Reykjanesbæ 20. febrúar kl. 11.00.
Undanfarnar vikur hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins haldið fjölmarga opna fundi um land allt. Þar hafa þeir rætt stjórnmálin í víðu samhengi, m.a. Icesave, þjóðaratkvæðagreiðslu og skattamál.
Laugardaginn 20. febrúar verður opinn fundur í Reykjanesbæ með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Fundurinn fer fram í Sjálfstæðishúsinu í Reykjanesbæ, Hólagötu 15, og hefst kl. 11.00. Fundarstjóri verður Árni Sigfússon, bæjarstjóri.
Eru Suðurnesjamenn hvattir til að mæta á fundinn!
Sjálfstæðisflokkurinn