Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Birting greina í Víkurfréttum vegna Alþingiskosninga 2007
Þriðjudagur 10. apríl 2007 kl. 12:55

Birting greina í Víkurfréttum vegna Alþingiskosninga 2007

Víkurfréttir hafa sett reglur vegna aðsendra greina í tengslum við komandi Alþingiskosningar. Hvert framboð í Suðurkjördæmi fær birta eina grein í Víkurfréttum. Hámarkslengd greinar skal vera 2500 slög með stafabili (Word: Characters with spaces). Greinar sem eru lengri verða endursendar með ósk um að þær verði styttar. Framboð og stuðningsaðilar framboða fá ótakmarkað pláss inni á vefnum vf.is undir liðnum „stjórnmál“.

Greinum til birtingar í Víkurfréttum skal skilað í viðhengi á póstfangið: [email protected] fyrir kl. 12:00 á hádegi á þriðjudögum. 

Greinar sem berast eftir þann tíma fara til birtingar á vefnum. 

Frambjóðendur og kosningastjórar í Suðurkjördæmi eru beðnir um að fylgja þessum reglum blaðsins.

Ritstjórn Víkurfrétta og vf.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024