Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Birgitta sækist eftir 3.-4. sæti Sjálfstæðisflokks
Mánudagur 23. febrúar 2009 kl. 12:39

Birgitta sækist eftir 3.-4. sæti Sjálfstæðisflokks

Birgitta Jónsdóttir Klasen sækist eftir 3.-4. sæti hjá Sjálfstæðisflokki í Suðurkjördæmi í komandi prófkjöri flokksins. Við birtingu á tilkynningu um framboð Birgittu hér á vf.is fyrir helgi féll niður stærstur hluti tilkynningar hennar og er hún því nú endurbirt í heild sinni.
BIRGITTA JÓNSDÓTTIR KLASEN, náttúrulæknir í Keflavík, sækist eftir 3. til 4.?sæti. ?Birgitta er fædd í Þýskalandi og bjó þar til ársins 2000, að undanskildum?tveimur árum þegar hún gekk í gagnfræðaskóla í Keflavík. Birgitta?útskrifaðist sem náttúrulæknir frá þýskum háskóla árið 1973 og ereinnig?menntuð í sálfræðilegri ráðgjöf og félagsráðgjöf fyrir konur. Hún er auk?þess með kennsluréttindi og hefur meðal annars kennt svæðameðferð og?öndunarmeðferð við ýmsa háskóla í Þýskalandi og var gestadósent við?Volkshochschule Cuxhaven 1990-1996. ?Birgitta var með sjálfstæðan rekstur í Þýskalandi á árunum 1973-2000, meðal?annars á sviði náttúrulæknisfræði, sálfræðilegrar ráðgjafar,?veitingarekstrar og félagsráðgjafar HIV smitaðra. Birgitta hefur unnið fyrir?CDU flokkinn í Þýskalandi frá árinu 1978, Femínistafélag Þýskalands á árunum?1982-2000, hjálparsamtökin "Women in Black" á árunum 1992-1996, þar sem hún?var gjaldkeri, og setið í stjórn Rauða krossins í Þýskalandi á árunum?1985-2000. ?Birgitta er nýgræðingur í stjórnmálum á Íslandi, en hefur starfað í anda?Sjálfstæðisflokksins á vettvangi þýskra stjórnmála. ?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024