Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

  • Betra umhverfi - meiri sorpflokkun
  • Betra umhverfi - meiri sorpflokkun
Þriðjudagur 20. maí 2014 kl. 09:33

Betra umhverfi - meiri sorpflokkun

Bjarney Rut Jensdóttir skrifar.

Framsókn vill að haldið verði áfram útfærslu á frekari flokkun og móttöku á endurvinnanlegum úrgangi. Markmið verkefnis er að minnka umfang almenns sorps sem fer til eyðingar um að minnsta kosti 40% á fyrsta ári verkefnisins og allt að 60 % á næstu þremur árum.

Mikilvægt er að fram fari öflugt og markvisst kynningarstarf samfara breytingum þar sem leitast verður við að upplýsa um skipulag og skilgreina flokkun sorps í Reykjanesbæ. Með fræðslu um flokkunarmál og sorphirðu er notendum gert kleift að auka þekkingu og færni í átt til vistvænni vega og taka þátt í að leggja hönd á plóg í átt að vistvænu samfélagi. Með flokkun er unnt að endurvinna mikinn hluta sorpsins. Með því að flokka sorpið minnkum við rúmmál þess úrgangs sem fer til urðunar auk þess að stuðla að aukinni endurvinnslu t.d. á pappír, pappa, málmum o.fl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lífrænn úrgangur er sá úrgangur sem er niðurbrjótanlegur af örverum (með eða án tilkomu súrefni), t.d. matarleifar. Lífrænan úrgang er hægt að breyta í jarðvegsbæti eða moltu með jarðgerð. Jarðgerðin felst í því að lífrænum eldhús- og garðaúrgangi er blandað saman í ákveðnum hlutföllum í jarðgerðarvél sem umbreytir úrgangnum í fyrirtaks áburð eða næringarríkan jarðveg.

Aðalmarkmið þessara aðgerða er að gera sophirðuna ódýrari og hagkvæmari. Samfara innleiðingu nýrra reglna um sorpflokkun og endurvinnslu verður jafnframt farið í að styrkja rekstur Kölku.

Bjarney Rut Jensdóttir lögfræðingur og í 4. sæti Framsóknar í Reykjanesbæ.