Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Beint samband við Svandísi og Atla
Fimmtudagur 22. október 2009 kl. 08:33

Beint samband við Svandísi og Atla

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, og Atli Gíslason, alþingismaður VG í Suðurkjördæmi verða frummælendur á opnum fundi á Flughóteli í Keflavík í kvöld (fimmtud. 22. okt.).


Hvað hafði Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, fyrir sér í því að setja umhverfismat Suðvesturlína í frekari skoðun? Þessi ákvörðun er umdeild. Náttúruverndarfólk vonast til að það geti orðið til að minnka umhverfisskaða vegna virkjana og raflína sem menn byggja í mikilli tímapressu. Álverstrúað fólk óttast að þessi ákvörðun valdi því að draumur þess um risaálver í Helguvík frestist eða jafnvel snúist upp í martröð. Hverjar eru staðreyndir málsins?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þeir sem mæta á fundinn verða vonandi einhvers vísari og geta borið upp spurningar um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta.


Kannski vilja einhverjir spyrja Atla eitthvað út í Icesave, eða út í fiskveiðistjórnunarkerfið, en hann er formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis.


Beint samband ráðherra og Alþingismanna við almenning er kjarni okkar lýðræðis. Þeir eru í sínum valdastólum í okkar umboði. Þau eru í vinnu hjá okkur og þurfa að vita hvað við viljum og hvað við erum að hugsa.


Ég ætla að mæta - en þú?


Þorvaldur Örn Árnason
Vogum