Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 6. maí 2002 kl. 22:38

Barnið vex en brókin ekki!

Kæru Sandgerðingar. Við erum að hrekja unga fólkið okkar burt. Það eru ekki til íbúðir í Sandgerði fyrir fólk sem er að hefja sinn búskap. Þegar ungir Sandgerðingar ætla að skríða úr hreiðrinu neyðast þeir til að flytja til Keflavíkur, eða í litla Sandgerði eins og Heiðarholtið er oft nefnt. Þetta finnst okkur á Sandgerðislistanum til háborinnar skammar fyrir bæjarfélagið okkar.Hvar hafa bæjaryfirvöld verið í þessum málum? Er þetta vandamál að koma upp núna rétt fyrir kosningar eða erum við að vakna af værum blundi? Bæjaryfirvöld hafa laglega sofnað á verðinum við að halda unga fólkinu í Sandgerði. Þau hafi haft nægan tíma til að grípa í taumana en hafa einfaldlega ekkert gert. Fráfarandi meirhluti hefur fengið sín tækifæri til að taka á vandanum. Það er tími til kominn að hleypa nýju fólki að með ferskar hugmyndir.

Í húsnæðismálum Sandgerðinga má segja að „barnið hafi vaxið en brókin ekki‰. Íbúar Sandgerðis hafa skoðun á þessu máli og þurfa að sýna það í verki með því að taka afstöðu með Sandgerðislistanum og kjósa hann. Það er kominn tími fyrir framkvæmdir í húsnæðismálum ungs fólks í Sandgerði. Við á Sandgerðislistanum viljum setja húsnæðismál ungs fólks á oddinn. Við þorum, þorir þú? x-Þ

Ari Gylfason
skipar 6. sæti Sandgerðislistans
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024