Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Bæjarlistinn - nýtt þverpólitískt framboð í Suðurnesjabæ
Haraldur Helgason, bæjarfulltrúi í Suðurnesjabæ er einn af stofnendum Bæjarlistans.
Laugardagur 26. mars 2022 kl. 11:49

Bæjarlistinn - nýtt þverpólitískt framboð í Suðurnesjabæ

Bæjarlistinn, þverpólitiskur listi hefur ákveðið að bjóða fram til sveitarstjórnakosninga 14. maí í Suðurnesjabæ. Listinn leggur áherslu á faglega og kröftuga forystu með áherslu á málefni sem setja Suðurnesjabæ í sókn sem eftirsóknarvert bæjarfélag fyrir fólk á öllum aldri. 

Boðað er til fundar í samkomuhúsinu (Sandgerði) í Suðurnesjabæ mánudaginn 28. mars kl. 20:00

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stofnendur bjóða alla áhugasama um þverpólitískt framboð hjartanlega velkomna, segir í tilkynningu frá framboðinu.

Stofnendur listans í stafrófsröð

Haraldur Helgason, matreiðslumaður og bæjarfulltrúi í Suðurnesjabæ .

Jón Ragnar Ástþórsson, kennari, knattspyrnuþjálfari og varamaður í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar.

Jónína Magnúsdóttir, mannauðsstjóri og fyrrverandi formaður bæjarráðs sveitarfélagsins Garðs.

Laufey Erlendsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi Suðurnesjabæjar.

Reynir Þór Ragnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri.