Bæjarfélagið geri starfsáætlanir ár fram í tímann
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir að fela sex meginnefndum bæjarfélagsins að sjá til þess að öll svið og allar deildir geri starfsáætlanir ár fram í tímann sem verði grundvöllur fjárhagsáætlunar viðkomandi sviðs.Í starfsáætlunum verði gerð grein fyrir helstu verkefnum og starfsmarkmiðum næsta árs sem taki mið af heildarmarkmiðum sveitarfélagsins sem birtast í nýsamþykktri stefnumótun Reykjanesbæjar. Einnig þarf að gera grein fyrir hvernig einingin hyggst ná markmiðum í starfsmannamálum m.t. til jafnréttismála og símenntunar.
Greinargerð
Í nýsamþykktri stefnumótun fyrir Reykjanesbæ eru sett fram markmið og tillögur að leiðum. Ljóst er að mörg þessara markmiða eru þess eðlis að útilokað er að ná þeim í einu skrefi og önnur ill mælanleg. Til þess að tryggja að stofnanir sveitarfélagsins hefjist nú þegar handa við að reyna uppfylla þessi markmið er nauðsynlegt að þær geri starfsáætlanir og setji sér starfsmarkmið fyrir eitt ár í senn. Þessi starfsmarkmið verða nokkurs konar vörður á leiðinni að endanlegum markmiðum.
Kjartan M. Kjartansson, Björk Guðjónsdóttir, Böðvar Jónsson,
Jónína A. Sanders, Skúli Þ. Skúlason, Ellert Eiríksson, Þorsteinn Erlingsson.
Tillagan samþykkt 11-0 á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í vikunni.
Greinargerð
Í nýsamþykktri stefnumótun fyrir Reykjanesbæ eru sett fram markmið og tillögur að leiðum. Ljóst er að mörg þessara markmiða eru þess eðlis að útilokað er að ná þeim í einu skrefi og önnur ill mælanleg. Til þess að tryggja að stofnanir sveitarfélagsins hefjist nú þegar handa við að reyna uppfylla þessi markmið er nauðsynlegt að þær geri starfsáætlanir og setji sér starfsmarkmið fyrir eitt ár í senn. Þessi starfsmarkmið verða nokkurs konar vörður á leiðinni að endanlegum markmiðum.
Kjartan M. Kjartansson, Björk Guðjónsdóttir, Böðvar Jónsson,
Jónína A. Sanders, Skúli Þ. Skúlason, Ellert Eiríksson, Þorsteinn Erlingsson.
Tillagan samþykkt 11-0 á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í vikunni.