Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Aukinn liðstyrkur til slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja
Laugardagur 3. mars 2007 kl. 16:52

Aukinn liðstyrkur til slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja

Fjölgun stöðugilda í varaliði og breytt skipurit.

Alls sóttu 17 manns um auglýstar stöður þegar 10 nýliðar voru ráðnir til starfa hjá BS.  Aldrei fyrir hafa svo margir sótt um stöðu hjá BS og var því úr vöndu að ráða þar sem margir mjög hæfir einstaklingar sóttust eftir störfum.  Í kjölfarið sátu nýráðnir 92 kennslustunda fornám sem er bæði bókleg og verkleg kennsla í slökkviliðsfræðum.

 

Fornámið gefur nýráðnum heimild til að starfa í slökkviliði, og er þriðja sinnar tegundar sem BS stendur fyrir, viðurkennt af Brunamálaskólanum og í samræmi við ákvæði í brunalögum nr. 75/2000. 


Náminu lauk með bóklegu prófi á laugardaginn og hafa þeir sannanlega áunnið sér sæti og formlega verið virkjaðir á útkallslista BS frá og með 1 mars nk.  Við hjá BS óskum þeim til hamingju með góðan árangur og bjóðum þá velkomna til starfa, þetta er einn mesti liðsauki sem BS hefur innleitt í mörg ár. 


Eftirtaldir voru ráðnir:  Árni Þór Árnason, Ásgeir Þórisson, Borgar Erlendsson, Guðmundur Sveinn Bragason, Guðmundur Torfi Rafnsson, Ingvi Þór Hákonarson, Njáll Pálsson, Sævar Borgarsson, Valgeir Ólason og Viðar Ólafsson. 

Um er að ræða fjölgun um fimm stöðugildi í varaliði þannig að heildarfjöldi starfsmanna slökkviliðs BS fer úr 30 í 35, enn eru þó auk dagvinnumanna einungis þrír slökkviliðs-og sjúkraflutningamenn á dagvaktinni og fjórir á vakt utan venjubundins vinnutíma; á annasömum dögum og samtíma tilfellum verður starfsemi BS oft að treysta á menn á frívöktum og á menn í útkallsdeild.  Að auki, til að gera starfsemina markvissari, var skipuriti BS breytt þannig að teknar verða upp stöður aðstoðarvarðstjóra fyrir hverja vakt.  Þeir sem voru ráðnir voru Herbert Eyjólfsson á A-vakt, Eyþór Rúnar á B-vakt, Ásgeir Þórisson á C-vakt og Ingvar Georgsson á D-vakt en hann annast jafnframt þjálfun liðsins í umboði stjórnenda.

Stjórn BS hefur fjallað um þessa breytingu í samræmi við starfsárið 2007 og teljum við þetta mikið framfara skref.

Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri BS

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024