Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Áttu við vítahring að stríða í ræktinni eða mataræðinu?
  • Áttu við vítahring að stríða í ræktinni eða mataræðinu?
Mánudagur 2. mars 2015 kl. 07:54

Áttu við vítahring að stríða í ræktinni eða mataræðinu?

Pistill Helga Rafns Guðmundssonar íþróttafræðings

Áttu við vítahring að stríða í ræktinni eða mataræðinu? Vítahringurinn er búinn til úr venjunum þínum og hérna eru 4 einfaldar leiðir til að komast úr vítahringnum og breyta honum í himnahring.
 

Sjálfsskoðun
Ef þú ert fastur/föst í vítahring þá eru einhverjar venjur sem halda þér þar. Ertu t.d. að borða mikið á kvöldin og þess þá heldur mikinn sykur? Fjöldi rannsókna benta til að það ýti undir fitumyndun og þreytu daginn eftir. Ertu að fresta því sem er mikilvægt í stað þess sem má bíða? „Snoosarðu“ á morgnanna? Hér þarf að finna hvaða venjur halda aftur af þér og þeim árangri sem þú vilt ná.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Breytingar
Ef þú ert t.d. að borða mikið af skyndibita eða fæðutegundum sem eru að koma í veg fyrir árangurinn þá geturðu skipt þeim út fyrir einhverjar sem þú sættir þig við að borða í staðinn. Ég mæli sem dæmi almennt ekki með því að fara á fyrirfram ákveðin matarprógröm þar sem mér finnst það svo háð lyst, bragðskyni og meltingu hvers og eins hvað fólk mun sætta sig við að borða í stað þess sem það hefur verið að gera. Í stað þess mæli ég með ákveðinni vitund og fræðslu. Þ.e. að fólk geti fundið staðgengil ákveðinna fæðutengunda sem hentar þeim betur. Þær venjur sem koma í stað þurfa að geta bætt árangur meira en þær sem á undan voru eða eru allavega skref í þá átt. Athugaðu að stundum þarf að bæta við alveg nýjum venjum, stundum þarf að útiloka gamlar venjur en oftast þarf að breyta þeim venjum sem eru nú þegar við lýði.

Aðlagaðu venjurnar
Þegar það kemur svo fyrir að þú stefnir í sama far og áður þá er mikilvægt að geta aðlagað venjurnar til að koma í veg fyrir það. Algengt er að fara í „svart eða hvítt“ samband með venjurnar sínar og hugsa þannig að ef maður er „falla“ þá er eins gott að gera það með stæl! Það er uppgjafarhugsunarháttur og er til þess fallinn að láta mann mistakast. Ef mann langar skyndilega að hætta að mæta á æfingar eða brjóta nýju venjurnar þá þarf það oft bara smávegis sjálfsaga og tíma, en kannski er spurning um að aðlaga venjurnar. Þá er hægt að breyta til í æfingum eða mataræði; sjá hversu langt maður er kominn í markmiðinu o.s.fv. Ef það stefnir t.d. í að að fara alla leið til baka t.d. að drekka gos í fyrsta sinn í mánuð þá er kannski betra að fá sér sódavatn, djús eða eitthvað sem er þá aðlögun og þá er maður að taka eitt skref aftur í staðinn fyrir þrjú.

Þrautseigja
Það er mjög mismunandi á milli einstaklinga, verkefna og aðstæðna hversu lengi maður er að breyta venjum sínum. Sumar rannsóknir benda til að það taki 21 dag en eftir verkefnum getur það tekið meira en 250 daga af einbeittum og agafullum ákvörðunum. Ef verkefnið er of stórt og of mikil breyting þá mun það eðilega taka lengri tíma að breyta þeim venjum. Ef viðkomandi hefur ekki góða ástæðu eða hvatningu til að breyta venjunum sínum er það svo ólíklegt að þær muni breytast.

Helgi Rafn Guðmundsson

Íþróttafræðingur

Yfirþjálfari taekwondo deildar Keflavíkur

Superform þjálfari í Sporthúsinu