Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Athugasemd vegna greinar um aðbúnað hjá Hundaeftirlitinu
Föstudagur 15. apríl 2005 kl. 09:43

Athugasemd vegna greinar um aðbúnað hjá Hundaeftirlitinu

Seint á laugardagskvöld hringdi lögreglan í Keflavík í undirritaðan og sagðist hafa tekið hund á flakki í Sandgerði. Lögreglan hefur aðgang að  hundageymslu Heilbrigðiseftirlitsins og setti hundinn þar inn. Starfsmaður embættisins kom á staðinn skömmu síðar til að freista þess að koma hundinum aftur til síns eiganda. Í ljós kom að hundurinn var óskráður og því engin önnur leið fær en að setja hann í búr og bíða eftir að eigandinn gæfi sig fram. Seint á sunnudagskvöldið þ.e.a.s sólarhring seinna, hringir karlmaður og segist vera eigandi hundsins. Var honum bent á að koma snemma dags næsta morgun og leysa hundinn út.

Á mánudagsmorgunn kom eigandinn til að ná í hundinn. Kom þá í ljós að hundaeigandinn hafði ítrekað fengið tilmæli frá hundaeftirlitsmanni um að láta skrá hundinn en án árangurs.

Um nóttina hendir það óhapp að hundurinn brýst út úr búrinu.  Þetta hefur aldrei gerst áður. Búr þessi eru búin að vera í notkun í 10 ár og tekin út og samþykkt af yfirdýralæknisembættinu. Þeim hefur nú verið breytt til að fyrirbyggja að svona komi fyrir aftur.

Hundurinn hruflaðist við að brjótast út úr búrinu en það var og er mat mitt að áverkarnir séu minniháttar og að hundurinn muni ná sér að fullu á nokkrum dögum.

Við hjá Heilbrigðiseftirlitinu báðust innilega afsökunar á þessu óhappi og buðumst til að endurgreiða henni kostnaðinn vegna geymslu hundsins.

Daginn eftir kom eigandinn aftur og hafði þá uppi óljósar fjárkröfur vegna þeirrar skoðunar sinnar að hundurinn gæti ekki orðið leitarhundur í framtíðinni. Við bentum honum á hafa samband við lögfræðing embættisins, enda hafa starfsmenn HES ekki heimild að greiða út skaðabætur af opinberu fé.

Þess má geta að ef eigandinn hefði farið að lögum og skráð hundinn eins og honum hafði ítrekað verið bent á, hefði  hundurinn aldrei verið settur í búr heldur farið heim til eiganda síns sama kvöld og hann týndist.


Magnús H. Guðjónsson dýralæknir
framkv.stj. Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024