Átak gegn ólöglegum akstri fjórhjóla og torfærubifhjóla
Talsvert ber á tilkynningum um akstur óskráðra fjórhjóla (torfærutækja) og óskráðra torfærubifhjóla í öllum umdæminu. Sérstaklega á þetta við Grindavík, Garð og Voga. Notkun þessarar tækja er miklum annmörkum háð samkvæmt umferðarlögum. Allur akstur utan vega er óheimill nema með örfáum undantekningum. Almenn ökuréttindi þarf til að aka fjórhjólum og bifhjólaréttindi þarf til að aka torfærubifhjóli. Í tilkynningunum kemur oft fram að fólk haldi að ökumaðurinn sé ökuréttindalaus.
Lögreglan á Suðurnesjum mun á næstu vikum vera í sérstöku átaki varðandi þennan akstur. Við eftirlitið verður notast við ómerktar lögreglubifreiðar jafnt sem merktar. Einnig er möguleiki á því að lögreglan noti skráð fjórhjól við eftirlitið.
Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir samstarfi við íbúa umdæmisins varðandi þetta verkefni. Lögreglunni vantar ábendingar um þá sem eru að aka þessum tækjum. Vinsamlegast hafið samband í s. 420-1800 og látið lögreglu vita. Við verðum að uppræta þessa háttsemi áður en slys verður.
Virðingarfyllst,
Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn