Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 25. ágúst 2005 kl. 11:02

Áskorun send fulltrúum eigenda og stjórn Hitaveitu Suðurnesja

Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglavernd hafa sent stjórn og eigendum Hitaveitu Suðurnesja áskorun um að leggja jarðstreng í stað loftlínu að virkjuninni á utanverðu Reykjanesi. Upphaflega áformaði Hitaveita Suðurnesja að leggja jarðstreng og telja samtökin rangt að breyta þeim áformum í ljósi verulega neikvæðra áhrifa sem loftlína hefði í för með sér.

Í úrskurði Skipulagsstofnunar frá 4. ágúst 2005 kemur fram að verndargildis svæðisins er mikið og stjórnvöld hafa staðfest það með nýju aðalskipulagi Reykjanesbæjar og náttúruverdaráætlun 2005-2008. Í því ljósi sé vart ásættanlegt að afskrifa lagningu jarðstrengs næst virkjuninni í stað loftlínu.

Þá segir í úrskurðinum að loftlína hafi í för með sér verulega neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna og að það séu hagsmunir ferðaþjónustunnar að framkvæmdir á svæðinu dragi ekki úr aðdráttarafli þess.

Að öllu samanlögðu er ljóst að loftlína á utanverðu Reykjanesi samræmist ekki umhverfisstefnu Hitaveitu Suðurnesja og hlýtur fyrirtækið að falla frá þeim áformum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024