Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Laugardagur 25. janúar 2003 kl. 10:20

Árni Sigfússon: sameiningarmál þarf að skoða

Ólafur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi Sandgerðislistans sagði í samtali við Víkurfréttir í gær að hann vildi skoða sameiningu Sandgerðis og Reykjanesbæjar með opnum huga. Víkurfréttir leituðu til Árna Sigfússonar bæjarstjóra og spurðu um hans álit á sameiningu sveitarfélaganna: „Reykjanesbær varð til vegna hugmynda um sameiningu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Þrjú þeirra sögðu já, önnur ekki á þeim tíma. Það er sjálfsagt að hafa opinn huga gagnvart því að fleiri sveitarfélög komi með og mér finnst það mjög skynsamlegt. Ég er t.d. ekki í vafa um að Sandgerði hefur margt að bjóða í slíkri sameiningu og finnst Ólafur vilja skoða þetta með opnum huga, sem þarf að gera. Íbúarnir verða þó sjálfir að sjá skynsemina á bak við þetta,“ sagði Árni og bætti við:
„Hið sameinaða sveitarfélag, Reykjanesbær, vinnur nú af krafti við að skipuleggja sig til framtíðar og því brýnt að sveitarfélögin skoði þetta fljótlega, því auðvitað yrði þá tekið tillit til breytts sveitarfélags í framtíðarmyndinni sem við erum að vinna fyrir Reykjanesbæ,“ sagði Árni í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024