Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Árni Sigfússon kominn í 300 bæjarstjórnarfundi
Mánudagur 23. apríl 2018 kl. 06:00

Árni Sigfússon kominn í 300 bæjarstjórnarfundi

Árni Sigfússon bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat sinn 300. bæjarstjórnafund þriðjudaginn 17. apríl sl. Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar færði Árna blómvönd frá bæjarstjórn af því tilefni. Jafnframt  þakkaði Guðbrandur Árna hans framlag til samfélagsins.

Árni var kjörinn bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ í maí 2002. Hann er því að ljúka sínu fjórða kjörtímabili í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Árni sat sinn fyrsta fund í bæjarstjórn þann 11. júní 2002 og var á þeim fundi ráðinn í starf bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Því embætti gegndi Árni í 12 ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árni sat sinn 100. fund í bæjarstjórn Reykjanesbæjar þann 6. febrúar 2007, sinn 200. fund  þann 8. nóvember 2012 og þann 300. 17. apríl 2018. Árni er þriðji einstaklingurinn sem nær því marki að hafa verið á 300 fundum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Hinir eru Björk Guðjónsdóttir og Böðvar Jónsson, bæði fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn.

Árni hefur starfað lengi í íslenskum stjórnmálum. Hann var fyrst kjörinn til starfa á vettvangi sveitarstjórnarmála í borgarstjórn Reykjavíkur 1986. Hann sat í borgarstjórn í rúmlega þrjú kjörtímabil eða til ársins 1999. Hann gengdi um tíma starfi borgarstjóra í Reykjavík.

Með fundunum sem hann sat í borgarstjórn Reykjavíkur má gera ráð fyrir að Árni hafi setið yfir 500 fundi á vettvangi bæjar- og borgarstjórnar í gegnum tíðina.

Hér að neðan má sjá frétt úr VF 30. maí 2002 þar sem greint frá meirihlutasigri Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ.