Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Árni Sigfússon er okkar maður
Föstudagur 26. maí 2006 kl. 23:59

Árni Sigfússon er okkar maður

Það verður með gleði í hjarta sem ég mæti á kjörstað á morgun til að kjósa Árna Sigfússon til að leiða bæjarfélagið okkar næstu fjögur árin.
Bærinn hefur tekið stakkaskiptum, það sjáum við öll í huga okkar þegar við hugsum nokkur ár aftur í tímann.
Ímynd bæjarins er í alla staði betri, hver hefði trúað því fyrir fjórum árum hve mikil fjölgun hefur orðið hér og hvað bærinn hefur stækkað.
Fyrir mér og flestum sem ég hef talað við er valið auðvelt. Ég vil bjarta framtíð fyrir bæinn okkar og hlakka til að kjósa Árna Sigfússon og D-listann.

Sigrún Hauksdóttir
Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024