Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 3. mars 2003 kl. 13:58

Árni Ragnar: Tel að framboð Kristjáns skaði Sjálfstæðisflokkinn

Árni Ragnar Árnason alþingismaður og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sagði í samtali við Víkurfréttir að hann teldi að framboð Kristjáns myndi skaða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi: „Það segir sig sjálft að framboð hans mun skaða Sjálfstæðisflokkinn frekar en aðra flokka. Það er verið að reyna að höfða til fólks sem hefur stutt Sjálfstæðisflokkinn.“ Aðspurður sagði Árni Ragnar að hann skildi ekki þá ákvörðun Kristjáns að fara í sérframboð: „Mér finnst þetta óskiljanlegt og tel að hann hafi ekki erindi sem erfiði úr þessu, nema það eitt að skemma fyrir Sjálfstæðisflokknum og félögum sínum,“ sagði Árni í samtali við Víkurfréttir.
Framboð Kristjáns Pálssonar þarf um 2 þúsund atkvæði eða 7% fylgi til að komast inn á alþingi, en á kjörskrá í Suðurkjördæmi eru tæplega 29 þúsund manns.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024