ÁRLEG SKATTASKÝRSLUGERÐ OG FRÆGIR SKATTALISTAR
Kæru bæjarbúar. Gleðilegt nýtt ár. Nú líður senn að hinni árleguskattaskýrslugerð. Því fannst mér rétt að rifja upp umræður um skattamál ogútsvarsgreiðslur einstakra bæjarbúa, sem fram fór í fyrra þegar listi meðupplýsingum um útsvarsgreiðslur nokkurra bæjarbúa gekk manna á milli ítölvupósti og ljósritum. Einhver hafði sótt þessar upplýsingar íálagningarskrána, þar sem hún lá frammi á bæjarskrifstofunum í ágúst, ogreiknað út uppgefin laun manna út frá heildar útsvarsgreiðslum. Umræðan umhugsanleg undanskot og skattsvik blossaði upp og þótti sumum ómaklega aðsér vegið. Á sama tíma bentu aðrir á að hér áður fyrr tíðkaðist að gefaþessar upplýsingar út og dreifa í hús auk þess sem tímaritið Frjáls verslunhefur um langt skeið gert úttekt á launum einstaklinga úr ýmsum greinumatvinnulífsins þegar álagningi liggur fyrir síðla sumars ár hvert. Mérskilst nú að hópur manna hér í Reykjanesbæ undirbúi nú útgáfu blaðs þegarálagningin liggur fyrir næsta sumar og ætlunin sé að birta nöfn ogútsvarsgreiðslur valinna einstaklinga úr ýmsum atvinnugreinum, bæðilaunþega og atvinnurekenda. Það verður fróðleg lesning fyrir marga.Álagning útsvars skilar sveitarfélögunum lang stærstum hluta af þeirratekjum og er því ekki einkamál hvers og eins. Hver sá bæjarbúi sem bervirðingu fyrir sjálfum sér, umhverfi sínum og samfélaginu í heild, hlýturað vilja leggja sitt af mörkum til samneyslunnar svo bæjarfélagið getiáfram þróast, vaxið og dafnað og um leið veitt þá þjónustu sem krafist er.Menn eiga ákveðin réttindi en líka skyldur. Stöndum saman um að takasanngjarnan þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem á sér stað ísveitarfélaginu. Þannig mun okkur skila áfram veginn.KveðjaKjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi