Árleg fjáröflun Krabbameinsfélags Suðurnesja
Dagana 31. ágúst - 3. september verður árleg fjáröflun á vegum Krabbameinsfélagsins. Seldir verða vandaðir pennar og lyklakippur á 1000 krónur stykkið. Strengjasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hefur tekið að sér söluna á Suðurnesjum. Ágóði af sölunni rennur til Krabbameinsfélags Suðurnesja, til styrktar starfi félagsins.
Krabbameinsfélag Suðurnesja væntir þess að Suðurnesjamenn taki sölufólki vel og noti þetta tækifæri til að efla baráttuna gegn krabbameini.