Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Arfur hersetunnar – dagskrá í kosningamiðstöð VG á Suðurnesjum
Laugardagur 21. apríl 2007 kl. 14:13

Arfur hersetunnar – dagskrá í kosningamiðstöð VG á Suðurnesjum

Arfur hersetunnar er dagskrá í kosningamiðstöð VG á Suðurnesjum, Grófinni 7, Keflavík, laugardaginn 21. apríl kl. 16 - 23.

Vinstri hreyfingin – grænt framboð á Suðurnesjum, efnir til dagskrár um það sem nú tekur við eftir að Bandaríkjaher hefur að mestu yfirgefið landið. Hvernig við getum nýtt til góðra verka það sem hann skilur eftir og bætt fyrir skaða sem hann hefur unnið. Dagskráin hefst kl. 16 og stendur fram á kvöld, með kvöldmatarhléi þar sem boðið er upp á súpu.

Kjartan Þ. Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar segir (kl. 17) frá yfirstandandi vinnu við að ráðstafa eignum sem herinn skyldi eftir og að hreinsa eftir hann.

Hernaðarandstæðingar og Vinstri grænir tjá hugmyndir sínar um hvað eigi að taka við þegar herinn er farinn. Áhersla er á skoðanaskipti og frjóa umræðu.

Sungin verða lög sem m.a. urðu til í andófinu gegn hersetunni og lesin ljóð og annað efni sem tengist veru hans og áhrifum hér og víðar um heim – bæði kl..

Dagskrá
kl. 15    Húsið opnað. Kaffi og spjall
kl. 16.   Söngsmiðja VG – vettvangur fyrir uppákomur í söng- og tónlist. Baráttusöngvar og gleðisöngvar í bland. Umsjón Gunnar Guttormsson, Þorvaldur Örn Árnason, Ragnheiður E. Jónsdóttir o.fl.
kl. 17.   Kjartan Þ. Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar: Hvað tekur við á vallarsvæðinu? Erindi, fyrirspurnir, umræður.
kl. 18.   Herinn farinn, hvað nú? Hugmyndir nokkurra Hernaðarandstæðinga.
kl. 19.   Súpa, grill og óformlegt spjall.
kl. 20.30 Einar Ólafsson: Staða og eðli NATO núna. Innlegg og umræður.
kl. 21.00 Sjálfstæð utanríkisstefna – félagsleg alþjóðahyggja. Utanríkisstefna ríkisstjórnar Vinstri grænna.
kl. 21.30 - ?  Menningardagskrá með frjálsu sniði. Söngur, upplestur, myndasýning og hvað eina. Óformlegt spjall og samvera.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024