Árétting frá Stakksbergi
— Hafa ekki áform um að stækka verksmiðjuna
Mánudaginn 25. júní birti félagið Stakksberg, sem er eigandi kísilverksmiðjunnar í Helguvík, auglýsingu um drög að tillögu að matsáætlun vegna nýs umhverfismats kísilverksmiðju félagsins í Helguvík og óskaði eftir athugasemdum frá frá almenningi og öðrum fyrir 10. júlí næstkomandi.
Víkurfréttir fjölluðu um málið í tölublaði sínu sem kom út 27. júní. Í fyrirsögn er fullyrt að nýr eigandi hyggist fjórfalda stærð kísilsverksmiðjunnar. Rétt er að taka fram að Stakksberg, sem er félag í eigu Arion banka, hefur ekki áform um að stækka verksmiðjuna. Markmið Stakksbergs er fyrst og fremst að gera allar þær úrbætur sem Umhverfisstofnun hefur farið fram á og nauðsynlegar eru til að koma verksmiðjunni í rekstrarhæft horf.
Í drögum að tillögu að matsáætlun vegna nýs umhverfismat sem Stakksberg hefur auglýst kemur fram að nýtt umhverfismat taki til framkvæmda við úrbætur og breytinga á kísilverksmiðjunni sem nauðsynlegar eru til að uppfylla kröfur Umhverfisstofnunar. Nýtt umhverfismat byggir því byggir því á eldra upphverfismati að teknu tilliti til þeirra breytinga sem gera þarf á verksmiðjunni. Fyrra umhverfismat tók til uppbyggingar kísilverksmiðju með allt að 100 þúsund tonna framleiðslugetu á ári í allt að fjórum ljósbogaofnum og því miðast nýtt umhverfismat áfram við það. Áréttað skal að Stakksberg hefur engin áform um aðrar framkvæmdir en að verða við kröfum Umhverfisstofnunar um nauðsynlegar úrbætur.