Ályktun vegna Magma Energy/HS Orku
Stjórn Þjóðareignar, samtaka um auðlindir í almannaþágu vill senda frá sér eftirfarandi ályktun:
Þjóðareign, samtök um auðlindir í almannaþágu, www.þjóðareign.is, krefjast þess að samningi við Magma Energy um kaup á HS Orku verði rift án tafar og að rannsókn fari fram á öllum þáttum sem tengjast söluferlinu. Samtökin krefjast þess einnig að þegar í stað verði sett löggjöf sem tryggi eign íslensku þjóðarinnar á náttúruauðlindum til lands og sjávar, ella er hætt við því að þær renni þjóðinni úr greipum innan mjög skamms tíma vegna þeirra erfiðu tíma sem þjóðin nú gengur í gegnum.
Með vinsemd og virðingu
F.h. Þjóðareignar, samtaka um auðlindir í almannaþágu
Þórður Már Jónsson, formaður