Ályktun Heimis um prófkjör fyrir kosningar 2006
Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, hvetur fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ til að efna til prófkjörs um uppstillingu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ á næsta ári.
Í stórum flokki eins og Sjálfstæðisflokknum má finna mikið af áhugasömu og hæfu fólki sem er misvel þekkt innan flokksins. Með prófkjöri hafa allir flokksmenn jafna möguleika á að komast á framboðslista flokksins, óháð kyni og aldri. Prófkjör eykur líkurnar á fjölbreyttari framboðslista og gefur yngra fólki tækifæri til að koma sér og sínum málefnum á framfæri.
Samþykkt á stjórnarfundi Heimis 29. ágúst 2005.
Í stórum flokki eins og Sjálfstæðisflokknum má finna mikið af áhugasömu og hæfu fólki sem er misvel þekkt innan flokksins. Með prófkjöri hafa allir flokksmenn jafna möguleika á að komast á framboðslista flokksins, óháð kyni og aldri. Prófkjör eykur líkurnar á fjölbreyttari framboðslista og gefur yngra fólki tækifæri til að koma sér og sínum málefnum á framfæri.
Samþykkt á stjórnarfundi Heimis 29. ágúst 2005.