Álversumræða
Stjórn félags ungra Framsóknarmanna í Reykjanesbæ, minnir á að nauðsynlegt er að standa skynsamlega að umræðu og uppbyggingu um atvinnumál í byggðarlaginu. Undanfarin fjögur ár hafa forráðamenn bæjarfélagsins verið með stöðugar, en því miður innihaldslausar upphrópanir í atvinnumálum. Nægir þar að nefna stálpípuverksmiðju- frasann. Enn á ný er þessi söngur upphafinn. Nú er það álver í Helguvík.
Stjórn FUF í Reykjanesbæ telur það vel koma til greina að skoða byggingu álvers í Helguvík en hins vegar eru ýmis ljón á veginum. Má þar meðal annars nefna að í viðtali við RÚV 30. janúar sl. tjáði umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, sig um þetta mál. Þar sagði hún meðal annars efnislega að þessi álversumræða væri komin fram úr raunveruleikanum og að málið væri á algjöru byrjunarstigi.
Stjórn FUF varar við að enn einu sinni séu forráðamenn bæjarfélagsins að vekja upp falskar vonir í atvinnumálum. Árásir á einstaka ráðherra hjálpar ekki í viðleitni okkar Suðurnesjamanna að tryggja traustara atvinnulíf.
Stjórn félags ungra Framsóknarmanna.
Stjórn FUF í Reykjanesbæ telur það vel koma til greina að skoða byggingu álvers í Helguvík en hins vegar eru ýmis ljón á veginum. Má þar meðal annars nefna að í viðtali við RÚV 30. janúar sl. tjáði umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, sig um þetta mál. Þar sagði hún meðal annars efnislega að þessi álversumræða væri komin fram úr raunveruleikanum og að málið væri á algjöru byrjunarstigi.
Stjórn FUF varar við að enn einu sinni séu forráðamenn bæjarfélagsins að vekja upp falskar vonir í atvinnumálum. Árásir á einstaka ráðherra hjálpar ekki í viðleitni okkar Suðurnesjamanna að tryggja traustara atvinnulíf.
Stjórn félags ungra Framsóknarmanna.