Álver fyrir ferðamenn?
Þann 9. nóvember síðastliðinn birtist í Víkurfréttum bréf frá Kristjáni Pálssyni þar sem hann lýsir þeirri nýstárlegu skoðun að álver geti verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna, að vísu með þeim formerkjum að umhverfi þeirra verði gert meira aðlaðandi. Þannig ætti að vera hægt að slá tvær flugur í einu höggi: Bjarga atvinnuástandinu á Suðurnesjum eftir brotthvarf varnarliðsins annarsvegar, og koma til móts við ferðaþjónustunna hinsvegar. Nú er ég ekki viss hver skrifaði bréfið, Kristján Pálsson formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja eða Kristján Pálsson frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, en hér er hann að tala fyrir álveri í Helguvík. Álver í Helguvík hefur ekkert verið í umræðunni og lætur fólk eins og núþegar hafi verið tekin ákvörðun, og þar muni það rísa hvað sem tautar og raular. Nú segja mér fróðari menn að stækkun álversins í Straumsvík sé óumflýjanleg staðreynd og það sem verra er: Það sjónarmið er ríkjandi að til þess að njóta hagkvæmi stærðarinnar þurfi álver að hafa framleiðslugetu sem nemur 500 - 600.000 tonnum. Erum við þá ekki að tala um 500.000 tonna álver eða svo hér í Helguvíkinni? Og ef álver rís þar, þá er Reykjanesskaginn rammaður inn á milli álvera austan og vestan til og Ferðamálasamtök Suðurnesja munu þá þurfa að starfa þar á milli. Þetta er í besta falli stórundarlegt.
Ég spyr þig þá Kristján: Dettur þér í alvörunni í hug að álver gæti á nokkurn hátt verið aðlaðandi kostur fyrir ferðamenn eins og ferðaþjónustan á Íslandi er markaðssett í dag? Nú starfa ég við ferðaþjónustu og get fullyrt að fólk sem kemur hingað er ekki hér til þess að horfa á og dást að mannvikjum og ekki kemur það til þess að horfa á álver. Alveg sama hversu vel þau "falla að umhverfinu". Sjónmengun er ekki helsta ástæða andúðar umhverfissinna á álverum. Það eru frekar öll tonnin af brennisteinsoxíð sem fjúka yfir okkur, brátt bæði í austan- og vestanátt. Ef aðeins þyrfti að laga álver betur að umhverfinu til þess að lægja reiðiöldur vegna álvera þá væri öll þessi umræða löngu til lykta leidd. Ferðaþjónustan á Íslandi snýst um útivist fyrst og fremst, og til þess að fá hingað ferðamenn til að skoða álver þarf allt aðra markaðssetningu. Erum við þá að tala um tvískiptingu í ferðaþjónustu og að Ferðamálasamtök Suðurnesja verði sjálfstæð eining innan geirans?
Til að byrja með set ég spurningamerki við þá fullyrðingu að atvinnuástandinu verði að bjarga sérstaklega en það er ljóst að Kristján lítur ekki á það sem möguleika að hægt sé að bjarga því með ferðaþjónustunni einni og sér. Þessi skrif Krisjáns eru mikil vonbrigði því þegar formaður ferðasamtaka er farinn að færa rök fyrir stóriðju þá er fokið í flest skjól og augljóst er að ekki eru framsæknar hugmyndir um uppbyggingu ferðaþjónustu á Suðurnesjum upp á borðinu þar. Við þessar vangaveltur vakna tvær spurningar: "Hvers vegna situr hann í þessu embætti?", og "Ætti hann ekki frekar að einbeita sér að flokkspóltíkinni og leyfa hugmyndaríkara fólki að taka við ferðaþjónustunni?"
Elvar Geir Sævarsson, Keflvíkingur.
Ég spyr þig þá Kristján: Dettur þér í alvörunni í hug að álver gæti á nokkurn hátt verið aðlaðandi kostur fyrir ferðamenn eins og ferðaþjónustan á Íslandi er markaðssett í dag? Nú starfa ég við ferðaþjónustu og get fullyrt að fólk sem kemur hingað er ekki hér til þess að horfa á og dást að mannvikjum og ekki kemur það til þess að horfa á álver. Alveg sama hversu vel þau "falla að umhverfinu". Sjónmengun er ekki helsta ástæða andúðar umhverfissinna á álverum. Það eru frekar öll tonnin af brennisteinsoxíð sem fjúka yfir okkur, brátt bæði í austan- og vestanátt. Ef aðeins þyrfti að laga álver betur að umhverfinu til þess að lægja reiðiöldur vegna álvera þá væri öll þessi umræða löngu til lykta leidd. Ferðaþjónustan á Íslandi snýst um útivist fyrst og fremst, og til þess að fá hingað ferðamenn til að skoða álver þarf allt aðra markaðssetningu. Erum við þá að tala um tvískiptingu í ferðaþjónustu og að Ferðamálasamtök Suðurnesja verði sjálfstæð eining innan geirans?
Til að byrja með set ég spurningamerki við þá fullyrðingu að atvinnuástandinu verði að bjarga sérstaklega en það er ljóst að Kristján lítur ekki á það sem möguleika að hægt sé að bjarga því með ferðaþjónustunni einni og sér. Þessi skrif Krisjáns eru mikil vonbrigði því þegar formaður ferðasamtaka er farinn að færa rök fyrir stóriðju þá er fokið í flest skjól og augljóst er að ekki eru framsæknar hugmyndir um uppbyggingu ferðaþjónustu á Suðurnesjum upp á borðinu þar. Við þessar vangaveltur vakna tvær spurningar: "Hvers vegna situr hann í þessu embætti?", og "Ætti hann ekki frekar að einbeita sér að flokkspóltíkinni og leyfa hugmyndaríkara fólki að taka við ferðaþjónustunni?"
Elvar Geir Sævarsson, Keflvíkingur.