Alþjóðadagur iðjuþjálfa 27. október – Kynningarmyndband
Við erum tveir nemendur á 4. ári í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri. Hluti af námskeiði sem við erum í á þessari önn er að kynna iðjuþjálfun á alþjóðadegi iðjuþjálfa sem er núna 27. október. Í þessu kynningarmyndbandi voru spurðar tvær spurningar, „hvað er iðjuþjálfun“ og “hvar starfa iðjuþjálfar?” Við fórum í Kringluna og tókum upp viðtöl við fólk á gangi og með þessu mátti sjá að þekking Íslendinga á því hvað iðjuþjálfun er, er almennt frekar lítil. Til að svara þessum spurningum fengum við þrjá starfandi iðjuþjálfa á mismunandi stafsvettvangi til að segja með sínum orðum hvað iðjuþjálfun er og aðeins frá sínu starfi sem iðjuþjálfar. Ásamt þeim stöðum sem koma fram í myndbandinu geta iðjuþjálfar starfað á mjög fjölbreyttum vettvangi. Sem dæmi má nefna, á geðsviði, öldrunarsviði, grunnskólum, inni í fyrirtækjum og lengi mætti telja.
Þeir iðjuþjálfar sem komu fram í myndbandinu eru:
Gunnhildur Gísladóttir, iðjuþjálfi á Reykjalundi
Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir, iðjuþjálfi á Æfingastöðinni
Bjargey Ingólfsdóttir, hönnuður og stofnandi Bara Health – www.bara123.is
Nemendur:
Anna Þóra Þórhallsdóttir
Thelma Sif Kristjánsdóttir