Algeng mistök frumkvöðla
Hádegisfyrirlestur í Eldey þriðjudaginn 5. febrúar
	Ferðalag frumkvöðulsins er bæði langt og erfitt. Í því þarf frumkvöðullinn að takast á við verkefni sem hann hefur aldrei fengist við áður og sigrast á áskorunum sem virðast stundum vera ósigranlegar.
	Haukur Guðjónsson einn af stofnendum Búngaló og ritstjóri vefsíðunnar frumkvodlar.is mun fjalla um algengustu mistök frumkvöðla þegar þeir taka sín fyrstu skref í þessu áhugaverða ferðalagi.
	
	Boðið er upp á hádegisfyrirlestra í Eldey frumkvöðlasetri annan hvern þriðjudag og hefjast þeir kl. 12:00 stundvíslega og lýkur 12:45. Þeir sem vilja geta setið áfram og spurt Hauk spjörunum úr.
	 
	


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				