Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 23. janúar 2004 kl. 15:04

Alfa-námskeið í Garði

Á kristin trú erindi við samtíð okkar? er Guð veruleiki? hvert er innhald kristindómsins? hvað segir kristin trú um þjáningu og dauða ? og fleiri slíkar spurningar eru meðal þess sem lagt er til grundvallar á Alfa námskeiðunum.
Alfa eru áhugaverð og lifandi námskeið um trúna og lífið. Námskeiðin  byggjast upp á sameiginlegum málsverði, fyrirlestri og umræðum.  Reynt er að hafa námskeiðið í notalegu og afslöppuðu umhverfi og er kennslan sett fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Alfa námskeið eru nú haldin í flestum kirkjudeildum í yfir 130 löndum um allan heim. Alfa hefur vakið mikla athygli enda hafa yfir fjórar milljónir sótt þessi námskeið. 
Miðvikudaginn 28.janúar kl. 20:30 verður kynningarkvöld Alfa haldið í safnaðarheimilinu í Garði. Námskeiðinu verður framhaldið á miðvikudagskvöldum og stendur í tíu vikur. Þátttaka á kynningarkvöldinu felur ekki í sér skuldbindingu um að sækja námskeiðið sjálft.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024