Aldrei kaus ég Framsókn
Hjálmar Árnason, minn gamli og góði skólameistari, skrifar beiskjublandinn pistil á heimasíðu sína 30. maí þar sem hann vænir Vinstri græn um ófarir Framsóknarflokksins í kosningunum um landið allt. Ýmist með því að hafa hamast svo ómaklega að Framsóknarflokknum eða með því að kljúfa samstöðu félagshyggjuflokkana með þeim afleiðingum að Sjálfstæðisflokkurinn fékk meirihluta líkt og í Reykjanesbæ, heimabæ Hjálmars sjálfs.
Rofin samstaða?
Þetta eru lélegar söguskýringar hjá Hjálmari. Svo við tökum Reykjanesbæ sem dæmi þá buðu Samfylkingin og Framsókn fram undir nafni A-listans. Aldrei var talað við VG um að koma að því samstarfi. Sú eftirásskýring A-listafólks að auglýst hafi verið eftir samstarfsfólki í blöðunum, og þá hafi allir átt að fatta að verið væri að tala til Vinstri grænna, er í besta falli brosleg.
Reyndar hef ég eftir málsmetandi Samfylkingarfólki þar á bæ að margir innan Samfylkingarinnar hafi sóst eftir slíku samstarfi við VG en Framsóknarflokkurinn þvertekið fyrir það.
Skýringuna á slöku gengi A-listans má kannski frekar finna í fremur bitlausri málefnastöðu. A-listinn var settur til höfuðs meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ en munurinn á pólitík þessara framboða var í raun ekki svo ýkja mikill. Þetta verður skiljanlegt ef aðrir sem að framboðinu stóðu hafa hugsað líkt og Hjálmar en hann setur fram þá undarlegu staðhæfingu í áðurnefndum pistli að „Staðreyndin sé einfaldlega sú að í sveitarstjórnum er ekki verið að takast á um grundvallaratriði í pólitík“.
Í það minnsta verður Vinstri grænum ekki kennt um að fylgi við A-listann hafi verið undir væntingum því A-listinn var að mælast með einungis 32% fylgi í stórri skoðanakönnun áður en framboð VG kom fram.
Er Framsóknarflokkurinn félagshyggjuflokkur?
Framsóknarflokkurinn hefur sveigst óralangt til hægri á undanförnum árum og eftir áralangan undirlægjuhátt og sníkjuvist með Sjálfstæðisflokki er hæpið í meira lagi að kenna Framsóknarflokkinn við félagshyggju. Það er sú staðreynd sem mörgum góðum og gegnum framsóknarmönnum sárnar og er framar öðru skýringin á slöku gengi Framsóknarflokksins í sveitastjórnarkosningunum. Sú staðreynd hefur skapað sundrungu og óeiningu í flokknum sem verður kannski best orðuð með líkingu Hjálmars sjálfs um flokksbróður sinn Kristinn H. Gunnarsson og sambandið innan þingflokks Framsóknarflokksins sem væri „eins og hjónaband sem byrjar í rómantík en endar í ástleysi og vantrú“.
Valdþreyta
Framsóknarflokkurinn er í tilvistarkreppu. Enginn veit lengur fyrir hvað flokkurinn stendur annað en grímulausa sérhagsmunagæslu og stóriðjustefnu. Framsóknarflokkurinn gerir hvað sem er til að setjast við kjötkatlana og telur sig hafa skýrt umboð kjósenda þótt hann missi uppundir 70% af fylgi eins og í Kópavogi. Valdþreyta á háu stigi er farin að hrjá Framsóknarflokkinn sem lýsir sér einna best í upphlaupum og reiði forystumannanna ef einhver dirfist að gagnrýna flokkinn. Framsóknarflokkurinn þarf á löngu fríi frá valdastólum og hugmyndafræðilegri endurnýjun að halda. Þá vegferð mun hann ekki leggja í nema að kjósendur skikki hann til þess í þingkosningunum að ári.
Tumi Kolbeinsson
Rofin samstaða?
Þetta eru lélegar söguskýringar hjá Hjálmari. Svo við tökum Reykjanesbæ sem dæmi þá buðu Samfylkingin og Framsókn fram undir nafni A-listans. Aldrei var talað við VG um að koma að því samstarfi. Sú eftirásskýring A-listafólks að auglýst hafi verið eftir samstarfsfólki í blöðunum, og þá hafi allir átt að fatta að verið væri að tala til Vinstri grænna, er í besta falli brosleg.
Reyndar hef ég eftir málsmetandi Samfylkingarfólki þar á bæ að margir innan Samfylkingarinnar hafi sóst eftir slíku samstarfi við VG en Framsóknarflokkurinn þvertekið fyrir það.
Skýringuna á slöku gengi A-listans má kannski frekar finna í fremur bitlausri málefnastöðu. A-listinn var settur til höfuðs meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ en munurinn á pólitík þessara framboða var í raun ekki svo ýkja mikill. Þetta verður skiljanlegt ef aðrir sem að framboðinu stóðu hafa hugsað líkt og Hjálmar en hann setur fram þá undarlegu staðhæfingu í áðurnefndum pistli að „Staðreyndin sé einfaldlega sú að í sveitarstjórnum er ekki verið að takast á um grundvallaratriði í pólitík“.
Í það minnsta verður Vinstri grænum ekki kennt um að fylgi við A-listann hafi verið undir væntingum því A-listinn var að mælast með einungis 32% fylgi í stórri skoðanakönnun áður en framboð VG kom fram.
Er Framsóknarflokkurinn félagshyggjuflokkur?
Framsóknarflokkurinn hefur sveigst óralangt til hægri á undanförnum árum og eftir áralangan undirlægjuhátt og sníkjuvist með Sjálfstæðisflokki er hæpið í meira lagi að kenna Framsóknarflokkinn við félagshyggju. Það er sú staðreynd sem mörgum góðum og gegnum framsóknarmönnum sárnar og er framar öðru skýringin á slöku gengi Framsóknarflokksins í sveitastjórnarkosningunum. Sú staðreynd hefur skapað sundrungu og óeiningu í flokknum sem verður kannski best orðuð með líkingu Hjálmars sjálfs um flokksbróður sinn Kristinn H. Gunnarsson og sambandið innan þingflokks Framsóknarflokksins sem væri „eins og hjónaband sem byrjar í rómantík en endar í ástleysi og vantrú“.
Valdþreyta
Framsóknarflokkurinn er í tilvistarkreppu. Enginn veit lengur fyrir hvað flokkurinn stendur annað en grímulausa sérhagsmunagæslu og stóriðjustefnu. Framsóknarflokkurinn gerir hvað sem er til að setjast við kjötkatlana og telur sig hafa skýrt umboð kjósenda þótt hann missi uppundir 70% af fylgi eins og í Kópavogi. Valdþreyta á háu stigi er farin að hrjá Framsóknarflokkinn sem lýsir sér einna best í upphlaupum og reiði forystumannanna ef einhver dirfist að gagnrýna flokkinn. Framsóknarflokkurinn þarf á löngu fríi frá valdastólum og hugmyndafræðilegri endurnýjun að halda. Þá vegferð mun hann ekki leggja í nema að kjósendur skikki hann til þess í þingkosningunum að ári.
Tumi Kolbeinsson