Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 2. apríl 2002 kl. 10:02

Aldrei hlustað á Stafnesbændur

Hvers þingmaður er Hjálmar Árnason? Eftir lestur greinar Hjálmars í Víkurfréttum þar sem hann lýsir ánæju sinni með hreinsun Nickel-svæðis, get ég ekki annað en svarað. Veit Hjálmar ekki að óþverranum er ekið í annað sveitarfélag og mengað fyrir öðrum íbúum á Reykjanesskaganum? Er þekking hans ekki meiri en svo að hann viti ekki að Varnarliðið hefur ekið spilliefnum og öðrum óþverra á lóðamörk okkar í Stafneshverfi og eyðilagt okkar lóðir? Veit hann ekki að við erum með okkar neisluvatnsholur í örfárra metra fjarlægð frá urðunarstað? Veit hann ekki að á Stafnesi eru margar þjóðminjar sem ber að varðveita? Veit hann ekki að á Stafnesi býr fólk? Hann talar um umhverfis mál og fyrir hverja? Veit hann ekki að á Stafnesi var eitt mesta fuglalíf á Suðurnesjum en er orðið sára lítið eftir að farið var að aka spilliefnum hingað? Við hér í Stafneshverfi höfum margsinnis kvartað yfir þessum flutningum en aldrei verið hlustað á okkur. Við erum orðnir þreyttir á yfirgangi ríkis og varnarliðs. Þessi urðunarstaður hefur aldrei fengið starfsleyfi og við förum fram á að þessu verði hætt strax og svæðið hreinsað.

Arnbjörn Eiríksson
Nýlendu
Stafneshverfi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024