Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Áhersla á árangur og framfarir: 1000 börn á heiðurslista Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 1. september 2004 kl. 20:50

Áhersla á árangur og framfarir: 1000 börn á heiðurslista Reykjanesbæjar

Alþekkt er í starfi grunnskóla að við lok skólastarfs á vorin velja skólastjórnendur og kennarar fáein börn út úr hópnum við skólaslit og verðlauna fyrir góðan árangur eða starf. Salurinn klappar saman höndum og vissulega er ástæða til að fagna árangri þeirra. En í salnum situr fjöldi einstaklinga sem einnig hefði verið ástæða til að verðlauna fyrir góða frammistöðu í einstaka greinum, fyrir góða framkomu gangvart náunga sínum eða fyrir góða framför í námi þótt það þýði ekki hæstu einkunn. Þessi hópur heldur heim  eftir skólaslit án þess að gera sér grein fyrir að fjölmörg þeirra áttu fyllilega skilið að njóta viðurkenningar fyrir vel unnin störf.

Við teljum að foreldrar, afar, ömmur, ættingjar og vinir eigi rétt á að vita ef börn þeirra eru að ná frábærum árangri í skólanum. Það verður hvatning til barnanna að gera enn betur og gefur foreldrum tækifæri til að fylgjast betur með. Það er þörf á því í skólunum okkar.
Með birtingu heiðurslista sem draga fram góðan árangur eða góða framför í hverri námsgrein viljum við sýna þessum stóra hópi virðingu okkar og hvetja alla til að standa sig vel á nýbyrjuðu skólaári.
Það eiga allir möguleika á að komast á heiðurslistann, ýmist með góðum einkunnum, ástundun eða framförum.

Við gerð heiðurslistanna var óskað eftir því að skólastjórnendur tilgreindu u.þ.b. 15% nemenda í hverri námsgrein og í hverjum árgangi sem bestum árangri hafa náð, auk þeirra barna sem sýndu miklar framfarir í námi sínu eða voru til fyrirmyndar á annan hátt.

Það er ánægjulegt að sjá að rúmlega 1000 nemendur komust á heiðurslistann fyrir síðastliðið skólaár. Það sýnir hversu mikið býr í nemendum okkar.

Rétt er að benda á að þótt fræðsluskrifstofa hafi beðið um tilteknar upplýsingar með ákveðnum viðmiðunum hafa grunnskólarnir sett listana fram með örlítið misjöfnum hætti, sem gæti þýtt í einhverjum tilvikum að einn skóli nefnir það sem annar gerir ekki.  Það er sjálfsagt að skólarnir haldi sínum áherslum með þeim hætti en í öðrum tilvikum verða listarnir samræmdir enn frekar fyrir birtingu þeirra að loknu þessu skólaári.

Foreldrar og nemendur í Reykjanesbæ, til hamingju með frábæran árangur

Árni Sigfússon
bæjarstjóri
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024