Afródans með Orville
Kraftmikill afródanstími við heitan trommuslátt verður næstkomandi þriðjudagskvöld 18. maí kl. 20:30 í Púlsinum í Sandgerði. Afró er ekki bara skemmtileg útrás, heldur eykur afródansinn líka orku, styrk og þol. Púlsinn ævintýrahús hefur boðið upp á afródans frá byrjun við miklar vinsældir. Orville kemur nú aftur í heimsókn en hann er aðalkennari Kramhússins. Orville Pennant er frá Jamaika og krafturinn sem fylgir honum svíkur engan, hvorki karl né konu. Það eru allir velkomnir þetta afródanskvöld í Púlsinn. Nánari upplýsingar og skráning er í s. 848-5366 og á www.pulsinn.is