Afrek síðustu 15 mánaða rifjuð upp
Ólafur Björnsson rifjar hér upp feril síðustu mánaða og framgöngu ráðamanna, varðandi Nikkel svæðið í Njarðvíkunum.
Annað slagið fáum við fréttir af afrekum ráðamanna okkar um gang mála varðandi hreinsun og afhendingu á Nikkel-svæðinu. Þótt ég hafi skrifað nokkrar greinar um þetta mál á síðasta ári langar mig að rifja upp það helsta, sem heyrst hefir frá ráðamönnum frá því þeir fengu bréf frá utanríkisráðuneytinu þann 17. maí árið 2000.
Núverandi staða
Nýjustu fréttir af málinu birtust í Morgunblaðinu þann 17. ágúst síðastliðinn undir svohljóðandi fyrirsögn: „Undirbúa útboð hreinsunar“, þ.e. neðra Nikkel-svæðis.
Væntanlega hefir Ellert bæjarstjóri komið þessari merku frétt á framfæri því eftir honum er haft að: „Í bréfi Utanríkisráðuneytisins sem lagt var fram í bæjarráði Reykjanesbæjar í gær kemur fram að unnið hefir verið að undirbúningi að hreinsun svæðisins...“
Síðar í „fréttinni“ segir að samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er unnið að undirbúningi útboðs sem mun fara fram á næstunni. Mun þar átt við mannvirki ofanjarðar sem íslenska ríkið tók að sér að fjarlægja samkvæmt samningi við Varnarliðið. Hér átt við samning frá 1996.
18. maí 2000 - Fyrsta frétt:
Skúli Þ. Skúlasyni, forseta bæjarstjórnar var þá mikið niðri fyrir og kom snarlega frétt um það bréf í VF undir fyrirsögninni: „Reykjanesbær fær Nikkel-svæðið afhent“ og undirfyrirsögn: „Hreinsun svæðisins forgangsatriði“.
Millifyrirsagnir í viðtalinu voru: „Leigusamningur í athugun“, „Mengun viðráðanleg“, „Reykjanesbær tekur að sér hreinsunina“, „Mengun mokað burt“, „Ekkert leigugjald til ríkisins“ og „430 nýjar íbúðir“.
Skúli segir m.a.: „...sjálfsagt fyrir okkur að setjast niður með ráðuneytinu og klára málið.“ Síðan hefir ekkert heyrst frá Skúla, utan að hann fór að agnúast smávegis við Jóhann Geirdal, sem þótti Skúli full bráðlátur við að koma á framfæri „fréttinni“ um þetta merka bréf.
7. des. - Önnur frétt:
Næst heyrðist frá ráðamönnum um málið í VF 7. des. Kristján Pálsson, þingmaður okkar, hafði mannað sig uppí að ónáða Utanrákisráðherra með fyrirspurn á Alþingi um stöðu Nikkel-málsins. Þá fréttist fyrst af samning Bandaríkjamanna við íslensk stjórnvöld frá 9. ágúst 1996, með honum fékk íslenska ríkið öll mannvirki á Gufuskálun á Snæfellsnesi gegn því að íslensk stjórnvöld sæju um að fjarlægja öll mannvirki og aðstöðu, sem eru ofanjarðar, af Neðra-Nikkel svæðinu. Kristján var svo hógvær að spyrja hvort ekki væri mögulegt að landinu yrði skilað í áföngum. Dæmi eru um að úthlutaðar lóðir nái innfyrir varnargirðinguna. Utanríkisráðherra leist ekki á það, hann vildi leigja Reykjanesbæ allt landið gegn því að hann tæki að sér að hreinsa það.
Árið 2001 - Þriðja frétt:
Algjör þögn var svo þar til 3. maí í ár, að í þætti af Suðurnesum í Morgunblaðinu er rætt við Ellert bæjarstjóra. Fyrirsögnin hljóðaði: „Varnarliðið lætur fjarlægja mannvirki neðanjarðar“. Millifyrirsögn „Bæjarstjórinn ánægður“. Haft er eftir Ellerti að búið sé að vinna í málinu síðan 1987. Einnig er sagt frá því að Íslenskir aðalverktakar hafi síðdegis, daginn áður, flutt vinnubúðir á svæðið. Lítið hefir orðið vart við mannaferðir við þær síðan.
10. maí - Fjórða frétt:
10. mai birtist svo forsíðu frétt í VF: „Hreinsun á Nikkel-svæðinu loks að hefjast.“ Haft er eftir Ellerti að Íslenskir aðalverktakar séu að hefja hreinsun á Nikkel-svæðinu, bæði ofanjarðar og neðanjarðar. Utanríkisráðuneytið annarsvegar og Varnarliðið hinsvegar hafi samið við ÍA um hreinsunina. Ennfremur segir að; „hreinsun á mannvirkjum ofanjarðar á svæðinu er gerð fyrir Utanríkisráðuneytið, sem er með það mál á sinni könnu eftir samning við Varnarliðið um það fyrir skömmu“. Enn mun hér, væntanlega átt við samninginn frá 9. ágúst 1996.
Já! 5 ár þykir þeim skammur tími þegar um Nikkel-svæðið er rætt.
Nikkel-svæðið er bænum til skammar
Síðustu vikur hefir lítil hjólagrafa verið að grafa upp olíuleiðslurnar. Henni ætti að endast það verk lengi. Girðingin og annað drasl hangir enn uppi óhreyft, öllum sem til landsins koma til sýnis og nágrönnum til mikillar hrellingar. Við bíðum frétta af næsta bréfi frá ráðuneytinu til Reykjanesbæjar. Ekkert liggur á við höfum umburðarlyndi og víðsýni umfram aðra landsmenn, segir Ellert og væntanlega verður látið reyna á það sem fyrr.
Ólafur Björnsson
Annað slagið fáum við fréttir af afrekum ráðamanna okkar um gang mála varðandi hreinsun og afhendingu á Nikkel-svæðinu. Þótt ég hafi skrifað nokkrar greinar um þetta mál á síðasta ári langar mig að rifja upp það helsta, sem heyrst hefir frá ráðamönnum frá því þeir fengu bréf frá utanríkisráðuneytinu þann 17. maí árið 2000.
Núverandi staða
Nýjustu fréttir af málinu birtust í Morgunblaðinu þann 17. ágúst síðastliðinn undir svohljóðandi fyrirsögn: „Undirbúa útboð hreinsunar“, þ.e. neðra Nikkel-svæðis.
Væntanlega hefir Ellert bæjarstjóri komið þessari merku frétt á framfæri því eftir honum er haft að: „Í bréfi Utanríkisráðuneytisins sem lagt var fram í bæjarráði Reykjanesbæjar í gær kemur fram að unnið hefir verið að undirbúningi að hreinsun svæðisins...“
Síðar í „fréttinni“ segir að samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er unnið að undirbúningi útboðs sem mun fara fram á næstunni. Mun þar átt við mannvirki ofanjarðar sem íslenska ríkið tók að sér að fjarlægja samkvæmt samningi við Varnarliðið. Hér átt við samning frá 1996.
18. maí 2000 - Fyrsta frétt:
Skúli Þ. Skúlasyni, forseta bæjarstjórnar var þá mikið niðri fyrir og kom snarlega frétt um það bréf í VF undir fyrirsögninni: „Reykjanesbær fær Nikkel-svæðið afhent“ og undirfyrirsögn: „Hreinsun svæðisins forgangsatriði“.
Millifyrirsagnir í viðtalinu voru: „Leigusamningur í athugun“, „Mengun viðráðanleg“, „Reykjanesbær tekur að sér hreinsunina“, „Mengun mokað burt“, „Ekkert leigugjald til ríkisins“ og „430 nýjar íbúðir“.
Skúli segir m.a.: „...sjálfsagt fyrir okkur að setjast niður með ráðuneytinu og klára málið.“ Síðan hefir ekkert heyrst frá Skúla, utan að hann fór að agnúast smávegis við Jóhann Geirdal, sem þótti Skúli full bráðlátur við að koma á framfæri „fréttinni“ um þetta merka bréf.
7. des. - Önnur frétt:
Næst heyrðist frá ráðamönnum um málið í VF 7. des. Kristján Pálsson, þingmaður okkar, hafði mannað sig uppí að ónáða Utanrákisráðherra með fyrirspurn á Alþingi um stöðu Nikkel-málsins. Þá fréttist fyrst af samning Bandaríkjamanna við íslensk stjórnvöld frá 9. ágúst 1996, með honum fékk íslenska ríkið öll mannvirki á Gufuskálun á Snæfellsnesi gegn því að íslensk stjórnvöld sæju um að fjarlægja öll mannvirki og aðstöðu, sem eru ofanjarðar, af Neðra-Nikkel svæðinu. Kristján var svo hógvær að spyrja hvort ekki væri mögulegt að landinu yrði skilað í áföngum. Dæmi eru um að úthlutaðar lóðir nái innfyrir varnargirðinguna. Utanríkisráðherra leist ekki á það, hann vildi leigja Reykjanesbæ allt landið gegn því að hann tæki að sér að hreinsa það.
Árið 2001 - Þriðja frétt:
Algjör þögn var svo þar til 3. maí í ár, að í þætti af Suðurnesum í Morgunblaðinu er rætt við Ellert bæjarstjóra. Fyrirsögnin hljóðaði: „Varnarliðið lætur fjarlægja mannvirki neðanjarðar“. Millifyrirsögn „Bæjarstjórinn ánægður“. Haft er eftir Ellerti að búið sé að vinna í málinu síðan 1987. Einnig er sagt frá því að Íslenskir aðalverktakar hafi síðdegis, daginn áður, flutt vinnubúðir á svæðið. Lítið hefir orðið vart við mannaferðir við þær síðan.
10. maí - Fjórða frétt:
10. mai birtist svo forsíðu frétt í VF: „Hreinsun á Nikkel-svæðinu loks að hefjast.“ Haft er eftir Ellerti að Íslenskir aðalverktakar séu að hefja hreinsun á Nikkel-svæðinu, bæði ofanjarðar og neðanjarðar. Utanríkisráðuneytið annarsvegar og Varnarliðið hinsvegar hafi samið við ÍA um hreinsunina. Ennfremur segir að; „hreinsun á mannvirkjum ofanjarðar á svæðinu er gerð fyrir Utanríkisráðuneytið, sem er með það mál á sinni könnu eftir samning við Varnarliðið um það fyrir skömmu“. Enn mun hér, væntanlega átt við samninginn frá 9. ágúst 1996.
Já! 5 ár þykir þeim skammur tími þegar um Nikkel-svæðið er rætt.
Nikkel-svæðið er bænum til skammar
Síðustu vikur hefir lítil hjólagrafa verið að grafa upp olíuleiðslurnar. Henni ætti að endast það verk lengi. Girðingin og annað drasl hangir enn uppi óhreyft, öllum sem til landsins koma til sýnis og nágrönnum til mikillar hrellingar. Við bíðum frétta af næsta bréfi frá ráðuneytinu til Reykjanesbæjar. Ekkert liggur á við höfum umburðarlyndi og víðsýni umfram aðra landsmenn, segir Ellert og væntanlega verður látið reyna á það sem fyrr.
Ólafur Björnsson